Hrærekur konungur á Kálfskinni
Útlit
(Endurbeint frá Hrærekur konungur á Kálfsskinni)
Hrærekur Dagsson var norskur konungur í Heiðmörk. Ólafur Haraldsson konungur lét taka hann höndum og blinda hann á báðum augum. Hrærekur reyndi eftir það að drepa Ólaf. Þórarinn Nefjólfsson flutti Hrærek til Íslands. Hrærekur var á Íslandi þrjá vetur áður en hann lést. Fyrsta veturinn var hann hjá Þorgils Arasyni á Reykhólum, annan veturinn með Guðmundi ríka Eyjólfssyni á Möðruvöllum í Eyjafirði og þriðja veturinn á bænum Kálfskinni á Árskógsströnd.
Davíð Stefánsson samdi sögukvæði um Hrærek konung á Kálfskinni.