Þóra J. Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þóra Jónsdóttir Einarsson (6. júní 1876 - 24. apríl 1953) frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði var fyrst íslenskra kvenna sem vitað er um að hafi lokið prófi í hjúkrun. Tvítug flutti Þóra til Reykjavíkur og gekk á kvennaskóla frú Þóru Melsted en snéri sér að námi loknu að hjúkrun. Hún starfaði á Gamla spítalanum svokallaða, síðar Farsótt í Þingholtunum, í nokkur ár en fór þá til Skotlands og lauk prófi frá Royal Infirmary sjúkrahúsið Geymt 2016-04-05 í Wayback Machine í Edinborg í október 1903 með lofsamlegum vitnisburði. Að loknu námi starfaði Þóra við hjúkrun í Bretlandi en var árið 1907 ráðin yfirhjúkrunarkona að Kleppspítala þar sem hún starfaði í 3 ár. Árið 1909 setti hún á stofn og rak eigið hjúkrunarheimili en flutti til Ísafjarðar árið 1911 og geriðist forstöðukona Sjúkrahúss Ísafjarðar í Mánagötu og þar með fyrsta lærða hjúkrunarkonan til að starfa á almennu sjúkrahúsi hér á landi. Þóra sagði starfinu lausu árið 1917. Þóra stundaði verslunar- og veitingastörf og rak í mörg ár matsölu og kaffistofu, Kaffi Ísafjörð að Silfurgötu 3. Hún var einn af stofnendum Verkakvennafélags Ísafjarðar árið 1917 og fyrsti formaður þess.

Þóra giftist árið 1920, Bjarna Hávarðarsyni skipstjóra, og ólu þau upp tvö fósturbörn þau Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Einar Jónsson.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Yfirlit 1919-1944. Hjúkrunarkvennablaðið, 3. tbl. 1944, s. 7-16.

Geðhjúkrun í 100 ár. Samantekt úr bók Óttar Guðmundssonar "Kleppur í 100 ár" Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 84. árg. 2008. s. 24-30.

Matthías Bjarnason, Þóra J. Einarsson. Nokkur minningarorð. Vesturland. 30. árg. 1953. s. 2.

Sigurður Pétursson, Þóra J. Einarsson og Verkakvennafélag ísafjarðar. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga. 54. og 55 árg. 2014-2015. Ritstjórar Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson.

Stöðugt í okkar umsjá. Kleppsspítali 100 ára. Viðtal tekið af Orra Páli Ormarssyni. Morgunblaðið. 27. maí 2007. s.

Þóra J. Einarsson sjötug. Vesturland. 23. árg. 1946. s. 4.

Þórunn Magnúsdóttir. Þörfin knýr. Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi. 1991