Úlfur víkingur
Útlit
Úlfur víkingur var landnámsmaður sem nam land í Úlfsdölum, yst á Tröllaskaga, næst sýslumörkum Eyjafjarðarmegin, milli Fljóta og Siglufjarðar.
Þetta er lítið landnám á útskaga og ekki sérlega búsældarlegt og er því líklegt að Úlfur hafi komið seint til landsins, þegar fáir staðir voru ónumdir. Í Landnámabók er sagt að hann hafi orðið samskipa Ólafi bekk, landnámsmanni í Ólafsfirði, til landsins. Landnám þeirra eru þó ekki hlið við hlið, Siglufjörður er á milli. Þar nam Þormóður rammi land og má vera að hann hafi komið fyrstur þeirra en hinir numið land sinn hvorum megin við hann. Engar ættir eru raktar til Úlfs og ekkert meira sagt frá honum.