Fara í innihald

Þormóður rammi Haraldsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þormóður rammi Haraldsson var landnámsmaður sem nam land í Siglufirði og Héðinsfirði. Kona hans er sögð hafa verið Arngerður, systir Skíða í Skíðadal.

Í Landnámabók er sagt að Þormóður hafi orðið landflótta úr Noregi fyrir að vega Gyrð, afa Skjálgs á Jaðri, og farið til Íslands. Þegar hann kom til Siglufjarðar sigldi hann inn að Þormóðseyri og lenti þar skipi sínu. Hann nam Siglufjörð og Héðinsfjörð, milli Úlfsdala og Hvanndala og bjó á Siglunesi. Sagt er að hann hafi deilt um Hvanndali við Ólaf bekk, landnámsmann í Ólafsfirði, og orðið sextán manna bani í þeim deilum. Að lokum sættust þeir Ólafur þó á að þeir skyldu hafa Hvanndali sitt sumarið hvor.

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.