Önundur vís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önundur vís(s) var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam land í Austurdal, fyrst dalinn austanverðan frá Merkigili en síðan segir Landnámabók að hann hafi, þegar hann varð þess áskynja að Eiríkur Hróaldsson í Goðdölum ætlaði að fara og helga sér vesturhluta dalsins, flýtt sér að skjóta logandi ör yfir Austari-Jökulsá og helgað sér þannig vestanverðan Austurdal með eldi. Landnáma segir að hann hafi búið „milli á“ og er talið að Ábær hafi verið landnámsjörð hans.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.