Óskar Guðmundsson (fæddur 1950)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óskar Guðmundsson (f. 25. ágúst 1950) er íslenskur rithöfundur sem hefur ritað fjölda sagnfræðilegra verka, einkum í miðaldasögu; meðal annars skrifaði hann sjö bækur um fyrstu aldir Íslandssögunnar í Alda-bókaflokknum og ævisögu Snorra Sturlusonar.

Óskar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971. Hann lagði stund á nám í sagnfræði, bókmenntum og þjóðfélagsfræði í háskólum í Reykjavík, Bremen í Þýskalandi og í Kaupmannahöfn á áttunda áratugnum. Á árum áður starfaði hann m.a. sem kennari, var ritstjóri Stúdentablaðsins, ritstjóri vikublaðsins Norðurland á Akureyri, en á árunum 1981–1992 var hann blaðamaður, fréttastjóri og ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og loks ritstjóri fréttatímaritsins Þjóðlífs.

Frá árinu 1994 hefur Óskar unnið sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur og hefur komið að útgáfu fjölda bóka og rita sem ritstjóri og höfundur.

Ritaskrá[breyta | breyta frumkóða]

  • 1979: Rauða dagatalið – m.a. með tilvísunum úr sögu verkalýðshreyfingar.
  • 1987: Alþýðubandalagið, - saga vinstri hreyfingar á Íslandi.
  • 1992: Og náttúran hrópar og kallar: Ævisaga Gulla Bergmanns.
  • 1994: Hátíð í hálfa öld: Lýðveldi fagnað í Reykjavík 1944-1994. Saga þjóðhátíðarhalds í Reykjavík — ritstjóri með Klemens Jónssyni og fleirum. Reykjavíkurborg.
  • 1995: Saga Sambands íslenskra sveitarfélaga í hálfa öld — með Lýði Björnssyni.
  • 1999: Pálsætt undan Jökli. Ævir og aldarfar á Snæfellsnesi frá 18. 19. og fyrri hluta 20. aldar — þjóðlegur fróðleikur, sagnaþættir ásamt niðjatali Páls Kristjánssonar barnakennara og tómthúskarls af Snæfellsnesi.
  • 2000: Öldin fimmtánda. Minnisverð tíðindi 1401-1500.
  • 2001: Öldin fjórtánda. Minnisverð tíðindi 1301-1400.
  • 2002: Fasteignasalar á Íslandi. Saga Félags fasteignasala og æviskrár.
  • 2002: Öldin þrettánda. Minnisverð tíðindi 1201-1250.
  • 2002: Öldin þrettánda. Minnisverð tíðindi 1251-1300.
  • 2003: Öldin tólfta. Minnisverð tíðindi 1101-1200.
  • 2004: Öldin ellefta. Minnisverð tíðindi 1001-1100.
  • 2004: Landnámsöldin. Minnisverð tíðindi 874-1000.
  • 2005: Hjónin á Ytra - Ósi í Steingrímsfirði.
  • 2006: Saga biskupsstólanna. Skálholt 950 ára – Hólar 900 ára. (ritstjóri m.fl.)
  • 2008: Samsala í 70 ár, 1935-2005. Mjólkursamsalan í Reykjavík.
  • 2009: Snorri. Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241.
  • 2011: Snorri Sturluson - Homer Des Nordens: Eine Biographie. Aus dem Isländischen übersetzt von Regina Jucknies. Mit einem Vorwort von Rudolf Simek.
  • 2011: Brautryðjandinn. Ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar 1855-1916.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.