Óskar Bertels Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Óskar Bertels Magnússon (20. júní 191522. janúar 1993) var sjálfmenntaður listavefari og kynlegur kvistur í Reykjavík um miðja 20. öld. Foreldrar hans voru Margrét Guðbrandsdóttir frá Hrollaugsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu og Magnús Jónsson frá Selalæk. Hann bjó fyrst í Blesugrófinni í Reykjavík í nokkur ár, byggði þar hús sitt sem þótti mjög sérkennilegt, en þegar það var rifið, fluttist hann í sjálfskipaða útlegð upp á Hellisheiðina. Þar byggði hann hús út frá helli og voru þau hjónin sennilega síðasta fólkið sem búið hefur í helli á Íslandi. Hann var giftur Blómey Stefánsdóttur. Þau hjónin seldu oft vörur sínar við veginn yfir heiðina. Hálfbróðir Óskars er Sigurður A. Magnússon, rithöfundur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.