Óskar Aðalsteinn Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Óskar Aðalsteinn Guðjónsson (1. maí 19191. júlí 1994) var íslenskur rithöfundur og vitavörður. Óskar er þekktastur fyrir öreigabókmenntir sínar í upphafi ferils síns, eins og t.d. skáldsöguna Grjót og gróður.

Óskar fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru þau Guðjón Sigurðsson og Guðmundína Salóme Jónsdóttir. Eftir eins vetrar gagnfræðanám á Ísafirði stundaði Óskar Aðalsteinn íslenskunám hjá Haraldi Leóssyni, kennara og bókaverði á Ísafirði. Hann var aðstoðarbókavörður við Bókasafn Ísafjarðar á árunum 1941-1946. Árið 1947 réðst hann sem vitavörður í Hornbjargsvita þar sem hann vann til 1949. Hann stundaði ritstörf og blaðamennsku á Ísafirði árin 1949-53 en þá fór hann til starfa sem vitavörður á Galtarvita. Gegndi hann starfi þar fram til ársins 1977 þegar hann gerðist vitavörður Reykjanesvita. Þar starfaði hann til ársins 1992. Eftir Óskar Aðalstein liggja margar skáldsögur, barna- og unglingabækur, þáttasafn og fleiri ritverk.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.