Fara í innihald

Óskar Aðalsteinn Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óskar Aðalsteinn Guðjónsson (1. maí 19191. júlí 1994) var íslenskur rithöfundur og vitavörður. Óskar er þekktastur fyrir öreigabókmenntir sínar í upphafi ferils síns, eins og t.d. skáldsöguna Grjót og gróður.

Óskar fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru þau Guðjón Sigurðsson og Guðmundína Salóme Jónsdóttir. Eftir eins vetrar gagnfræðanám á Ísafirði stundaði Óskar Aðalsteinn íslenskunám hjá Haraldi Leóssyni, kennara og bókaverði á Ísafirði. Hann var aðstoðarbókavörður við Bókasafn Ísafjarðar á árunum 1941-1946. Árið 1947 réðst hann sem vitavörður í Hornbjargsvita þar sem hann vann til 1949. Hann stundaði ritstörf og blaðamennsku á Ísafirði árin 1949-53 en þá fór hann til starfa sem vitavörður á Galtarvita. Gegndi hann starfi þar fram til ársins 1977 þegar hann gerðist vitavörður Reykjanesvita. Þar starfaði hann til ársins 1992. Eftir Óskar Aðalstein liggja margar skáldsögur, barna- og unglingabækur, þáttasafn og fleiri ritverk.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.