Vitavörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vitavörður er starf þar sem starfsmaður vinnur og hefur aðsetur í vita. Starfið hefur að mestu leyti lagst af vegna sjálfvirkni.

Áður fyrr var hlutverk vitavarðar til dæmis að kveikja á lýsingarbúnaði þegar það fór að rökkva og slökkva á lýsingarbúnaði þegar það fór að birta og tilfallandi viðhald. Samhliða því stunduðu margir vitaverðir veðurathuganir eða aðrar rannsóknir.