Óraníureglan
Útlit
Óraníureglan er regla mótmælenda sem starfar víða í engilsaxneskum löndum en þó fyrst og fremst á Norður-Írlandi og í Skotlandi.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Reglan var stofnuð á Írlandi 1795 af mótmælendum sem vildu bindast samtökum gegn kaþólikkum og þeim sem kröfðust sjálfstæðis Írlands.
Göngutíð Óraníumanna
[breyta | breyta frumkóða]Á ári hverju minnast meðlimir reglunnar orrustunnar við Boyne 1690 með því að halda göngur. Göngur Óraníumanna á Norður-Írlandi eru þarlendum kaþólikkum þyrnir í augum og á göngutíð brýst oft út mikið ofbeldi milli mótmælenda og kaþólikka. Annars staðar en á Norður-Írlandi eru göngur Óraníumanna ekki umdeildar og fara friðsamlega fram.