Ólafur Friðriksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ólafur við Faxafen)

Ólafur Friðriksson (16. ágúst 188612. nóvember 1964) var rithöfundur, ritstjóri og verkalýðsforingi.

Ólafur fæddist á Eskifirði, stundaði nám á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar vorið 1903. Árið 1906 fór hann til útlanda og dvaldist þar í átta ár við nám og ritstörf, lengst af í Kaupmannahöfn, en fór þó miklu víðar um, en kynntist jafnaðarstefnu í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna 1914 dvaldist hann um skamma hríð á Akureyri, en fluttist síðan til Reykjavíkur og varð ritstjóri Dagsbrúnar meðan það blað kom út (til 1919) og fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins þegar það var stofnað af Alþýðusambandinu í október 1919. Ólafur var róttækur jafnaðarmaður og var vikið frá sem ritstjóra í kjölfar hvíta stríðsins, eða sama dag og hann hélt til Moskvu haustið 1922 til að sitja alþjóðaþing kommúnista. Hann varð þó aftur ritstjóri Alþýðublaðsins árin 1939-1942. Ólafur var jafnframt afkastamikill rithöfundur, skrifaði stundum undir dulnefninu Ólafur við Faxafen og skrifaði m.a. fyrstu íslensku reyfarana.

Bækur eftir Ólaf við Faxafen[breyta | breyta frumkóða]

  • Alt í lagi í Reykjavík - 1939
  • Upphaf Aradætra - 1940
  • Norðanveðrið - 1940

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.