Ívan Túrgenjev
Jump to navigation
Jump to search

Ívan Túrgenjev, mynd sem Félix Nadar tók af skáldinu.
Ívan Túrgenjev (eða Ivan Sergeyevich Turgenev) (rússneska: Иван Сергеевич Тургенев) (9. nóvember 1818 – 3. september 1883) var rússneskur rithöfundur.
Túrgenjev var talinn fremstur rússneskra raunsæishöfunda meðan hann lifði, en hann hefur síðan fallið í skuggann af Leó Tolstoj og Fjodor Dostojevskíj. Ívan Túrgenjev var þó brautryðjandi á ýmsum sviðum, og var fyrsti rússneski höfundurinn sem varð þekktur í Evrópu. Skáldsaga hans, Feður og synir, sem kom út 1862 er álitin eitt af öndvegisritum heimsbókmenntanna. Árið 2007 komu út á íslensku Fjórar sögur í nýjum þýðingum hjá Hávallaútgáfunni.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Verk Túrgenjevs á íslensku; af Gegnir.is
- Í tilefni 100 ára ártíðar skáldsins; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983