Fara í innihald

Skjaldarmerki Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Íslenska skjaldarmerkið)
Skjaldarmerki lýðveldisins Íslands.

Skjaldarmerki lýðveldisins Íslands, eftir 1944, er silfurlitaður kross á himinbláum skildi, með eldrauðum krossi varpað inn í silfurkrossinn. Skjaldarmerkið prýða hinar fjórar landvættir Íslands, ein fyrir hvern landsfjórðung: griðungur (Vesturland), gammur (Norðurland), dreki (Austurland) og bergrisi (Suðurland). Þær standa á helluhrauni. Höfundur skjaldarmerkisins var Tryggvi Magnússon.

Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi." Þetta var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands, 1918–1944.

Á fyrri öldum var skjaldarmerki Íslands lengi saltfiskur á rauðum skildi.

Áhugavert efni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Öðrum en íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að nota merkið til auðkenningar. Þrátt fyrir þetta hafa bolir og peysur sem bera það verið seldir á Íslandi í nokkur ár.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]