Fara í innihald

Dreki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dreki (goðsagnavera))
Dreki

Dreki er goðsagnavera sem kemur fram í mörgum ævintýrum og goðsögnum. Drekum er venjulega lýst sem ormi eða snák með fætur sem býr yfir einhverjum yfirnáttúrulegum kröftum (t.d. gat drekinn Smeyginn dáleitt fólk með reyk sem kom úr nösunum á honum og spúið eldi úr kjaftinum). Þeir eru sumir hverjir með vængi en stærð þeirra er allt frá því að vera eins og lítil eðla upp í ferlíki sem er nær risaeðlu að stærð. Í vestrænum goðsögum eru drekar venjulega ferfættir, vængjaður meinvættur sem spúa eldi eða eitri, en í austrænum sögum eru þeir oft eins og slöngur með fætur og fullt af fálmurum og góðir og rosalega vitrir en tákna stundum heppni og gæfu.

Sagt er frá drekum í fornsögum Íslendinga. Í Gull-Þóris sögu er til dæmis þessi lýsing:

Þeir Þórir tendruðu ljós í hellinum og gengu þar til er vindi laust í móti þeim og slokknuðu þá login. Þá hét Þórir á Agnar til liðs og þegar kom elding mikil frá hellisdyrunum og gengu þá um stund við það ljós þar til er þeir heyrðu blástur til drekanna. En jafnskjótt sem eldingin kom yfir drekana þá sofna þeir allir. En þá skorti eigi ljós er lýsti af gulli því er þeir lágu á. Þeir sáu hvar sverð voru og komu upp hjá þeim meðalkaflarnir. Þeir Þórir þrifu þá skjótt til sverðanna og síðan hlupu þeir yfir drekana og lögðu undir bægsl þeim og svo til hjartans. Þórir fékk tekið hjálminn af hinum mesta drekanum. Og í þessi svipan þrífur hinn mesti drekinn Þránd lang og fló með hann út úr hellinum og þegar hver að öðrum og hraut eldur af munni þeim með miklu eitri.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]