Ídómeneifur
Útlit
- Þessi grein fjallar um hetjuna í Trójustríðinu. Um epikúríska heimspekinginn, sjá Ídómeneifur frá Lampsakos
Ídómeneifur var krítversk hetja sem barðist í Trójustríðinu. Afi hans var Mínos konungur á Krít. Ídómeneifur fór fyrir Krítverjum í Trójustríðinu og var einnig meðal biðla Helenu fögru.
Í Ilíonskviðu er Ídómeneifur meðal helstu herforingja Akkea. Hann var meðal trustustu vina og ráðgjafa Agamemnons. Ídómeneifur var meðal þeirra sem földu sig í Trójuhestinum.