Fara í innihald

Ídómeneifur frá Lampsakos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um epikúríska heimspekinginn. Um persónuna í Hómerskviðum, sjá Ídómeneifur.

Ídómeneifur (forngríska Iδoμενευς, 310270 f.Kr.) frá Lampsakos var vinur og nemandi Epikúrosar. Lítið er vitað um ævi hans annað en að hann giftist Batis, systur Sandesar, sem var einnig frá Lampsakos.

Ídómeneifur ritaði fjölda bóka um heimspeki og sagnfræði. Einungis brot úr verkum hans eru varðveitt en eftirfarandi titlar eru varðveittir:

  1. Saga Samóþrake ('Iστoρια των κατα Σαμoθρακην).
  2. Um sókratingana (Περι των Σωκρατικων) (úr þessu riti eru varðveitt brot)

Einnig ritaði Ídómeneifur bók um aþenska stjórnmálamenn en hún er ekki varðveitt og titill hennar er óþekktur.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.