Ég vil fara upp í sveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ég vil fara upp í sveit
Forsíða Ég vil fara upp í sveit

Bakhlið Ég vil fara upp í sveit
Bakhlið

Gerð 45-2010
Flytjandi Elly Vilhjálms
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Ég vil fara upp í sveit er 45 snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1963. Á henni flytur Elly Vilhjálms tvö lög ásamt hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Kristján Kristjánsson, ásláttur og raddir, Guðmundur Steingrímsson, trommur, Árni Scheving, óbó, Jón Sigurðsson, bassi og raddir, Þórarinn Ólafsson, víbrafónn og raddir og Jón Páll Bjarnason, gítar. Útsetning: Jón Sigurðsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin, ljósmyndastofa ÞEGG: Offsetprentstofa.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ég vil fara upp í sveit - Lag: Enzo Bonagura, Danpa (Dante Pinzauti) og Eros Sciorilli - texti: Jón Sigurðsson - Útsetning: Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi 
  2. Kveðju sendir blærinn - Lag - texti: Il Mare - Pálmar Ólason - Útsetning: Jón Sigurðsson

Ég vil fara upp í sveit[breyta | breyta frumkóða]

Ég vil fara, upp í sveit
þar í sumar vil ég vinna
veit ég þar er margt að finna.
Ég vil reyna eitthvað nýtt
því ég veit að allir elska kaupakonur.
Og í jeppa oft vill skreppa
ýmislegt mun gerast þar um sumarkvöldin.
Þó með einum oft í leynum
ein ég fari það mig skaðað getur ekki neitt.
Og mig dreymir oft um það,
sem þar gerist þegar sólin,
rennur síðla bak við fjöllin
því að sveitin er engu lík.
Um ljósa nótt við leiðumst okkar veg,
Við lækinn bak við ásinn þú og ég,
og hvað það verður hvíslað veit ei neinn.
Nema lækurinn einn, hann hlustar einn.
Ég vil fara, upp í sveit
þar í sumar vil ég vinna
veit ég þar er margt að finna.
Ég vil reyna eitthvað nýtt
því ég veit að allir elska kaupakonur.
Upp til heiða, inn til dala
liggja okkar tveggja spor.

Ljóð: Jón Sigurðsson Lag: Enzo Bonagura, Danpa (Dante Pinzauti) og Eros Sciorilli