Ásgeir Guðbjartsson
Útlit
Ásgeir Guðbjartsson | |
---|---|
Fæddur | 31. júlí 1928 Kjós í Grunnavíkurhreppi, Ísland |
Dáinn | 23. febrúar 2017 (88 ára) Ísafjörður, Ísland |
Störf | Skipstjóri og útgerðarmaður |
Maki | Guðmundu Brynjólfsdóttur |
Börn | 4 |
Foreldrar | Jónína Þ. Guðbjartsdóttir, Guðbjartur Ásgeirsson |
Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson (31. júlí 1928 – 23. febrúar 2017) var íslenskur útgerðarmaður og skipstjóri. Hann kom að stofnun Útgerðarfélagsins Hrannar hf. á Ísafirði árið 1956 sem gerði út sjö báta og togara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS.[1] Ásgeir varð vel þekktur sem Geiri á Guggunni en síðasta Guggan sem hann sigldi var Guðbjörg ÍS-46.[2][3]
Ásgeir var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar þann 17. júní 1991.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Andlát: Ásgeir Guðbjartsson“. Morgunblaðið. 24. febrúar 2017. Sótt 19. október 2024.
- ↑ Hlynur Þór Magnússon (29. júlí 2010). „Í betra formi en fyrir fimmtán árum“. Bæjarins besta. bls. 10–12. Sótt 19. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Katrín Pálsdóttir (8. apríl 1978). „Á enga leyniuppskrift í fórum mínum“. Vísir. bls. 30–31. Sótt 19. október 2024 – gegnum Tímarit.is.