Fara í innihald

Áloxíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Almennt
Nafn: Áloxíð
(Súrál)
Efnafræðiformúla: Al2O3
Eðlisfræði
Þyngd formúlu: 101,96 amu
Bræðslumark við SA: 2303 K
Suðumark við SA: 3250 K
Þéttleiki: 3,97 &times 10³ kg/m³
Kristalbygging: Þríhyrnd
Uppleysanleiki: Óuppleysanlegt
Varmafræði
ΔfH0vökvi −1620,57 kJ/mol
ΔfH0fast efni −1675,69 kJ/mol
S0vökvi, 1 bar 67,24 J/mol·K
S0fast efni 50,9 J/mol·K
Öryggi
Ef innbyrt Lítil hætta
Ef andað að sér Getur valdið óþægindum eða lugnaskaða
Húð Lítil hætta
Augu Lítil hætta
SI einingar notaðar þar sem það er mögulegt.

Áloxíð (eða súrál) (Al2O3) er sameind sem samanstendur af áli og súrefni og er gjarnan kallað súrál í iðnaði.

Áloxíð er aðallega unnið úr rauðleitum leir sem kallast báxít og er mjög ríkur af áloxíði. Þetta er gert með svokölluðu Bayer ferli. Úr áloxíði er svo unnið hreinál með rafgreiningu (Hall-Heroult ferli).

Gimsteinarnir rúbínn og safír eru að mestu leyti áloxíð og fá þeir sína einkennandi liti vegna óhreininda í áloxíðinu.

Áloxíð, sem myndast utan á hreinu áli, gefur því þá góðu eiginleika að þola veðráttu vel. Ál er mjög fljótt að oxast og myndast þá þunn húð á málminum, sem verndar hann frá því að oxast frekar. Með efnafræðiaðferðum er hægt að stjórna þykkt þessa verndarlags.

Áloxíð leiðir varma mjög vel en getur einangrað fyrir rafstraumi, sé það ekki um of blandið söltu vatni. Á kristölluðu formi er áloxíð afar hart og er oft notað til að slípa eða skera með.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er súrál?“. Vísindavefurinn.