Á bleikum náttkjólum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Megas og Spilverk þjóðanna

Á bleikum náttkjólum er hljómplata sem Megas gaf út árið 1977 í samstarfi við Spilverk Þjóðanna.

Það var Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi sem fékk Megas til að ganga í eina sæng með Spilverki Þjóðanna og skapa Á bleikum náttkjólum. Egill Ólafsson fékk kjallara á Bergstaðastrætinu lánaðan hjá tengdaföður sínum til æfinga og þar vörðu hljómlistarmennirnir sumrinu í að stilla saman strengi. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði og hófust þær yfirleitt seinni part kvölds. Þegar spurðist út hvað væri í gangi, vakti það furðu margra að þessir listamenn störfuðu saman því þeir þóttu nokkuð ólíkir. Ýmsir sem þekktu til birtust í stúdíóinu til að sannreyna orðróminn og gefa góð ráð. Auk Spilverksins komu nokkrir aðrir tónlistarmenn að gerð plötunnar svo sem Karl Sighvatsson.

Útlit plötunnar sá Kristján Kristjánsson um. Á framhlið plötunnar er þrívíddar collage þar sem stuðst er að nokkru við texta plötunnar í táknmyndum en einnig spilar tíðarandinn inn í myndverkið.

Þegar platan kom út var gerð sjónvarpsauglýsing sem tekin var upp í Iðnó en hún var stöðvuð eftir tvær birtingar vegna ósæmilegs innihalds. Einnig kom platan út á snældu og fylgdi þar aukalag sem ekki var á plötunni.

Megas og Spilverk þjóðanna - Sjónvarpsauglýsing