Klippimynd
Útlit
(Endurbeint frá Collage)
Klippimynd (e. Collage) er aðferð í myndlist, sem felst í að raða saman ólíkum hlutum eins og úrklippum úr dagblöðum, spýtnarusli, járnbútum og öðru tilfallandi á myndflötinn, líma það saman og jafnvel mála síðan, til að mynda nýtt samhengi á milli hlutanna. Svona myndir hafa líka verið kallaðar límimyndir, límingarmyndir eða bréfsneplamyndir á íslensku.
Klippimyndasmiðir
[breyta | breyta frumkóða]- Þýski málarinn og dadaistinn Kurt Schwitters (20. júní 1887 - 8. janúar 1948) gerði fræga klippimyndasyrpu sem hann kallaði Merz. Titill verksins er tekinn úr setningunni Commerz Und Privatbank sem má sjá á fundnu textabroti í mynd hans Das Merzbild, frá vetrinum 1918-19.