iMac

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi ál og gler iMac

iMac er heimilistölva hönnuð og búin til af Apple. Hún er þekkt fyrir að hafa „allt-í-einu“ hönnun.

Stór hluti seldra heimilistölva hjá Apple hafa verið iMac-vélar síðan tegundin var kynnt 1998. Þrjár meginútgáfur hafa verið af vélinni. G3 var egglaga með túbuskjá (CRT). G4 var á nokkurs konar lampastandi með flötum kristalskjá á sveigjanlegum armi. Í G5 var tölvunni sjálfri komið fyrir á bakvið skjáinn sem aðeins er hægt að hreyfa upp og niður á einföldum standi. Þegar intel-örgjörvar voru innleiddir í Macintosh hélst G5 hönnunin um sinn en í ágúst 2007 var hún uppfærð þannig að kassinn er nú úr áli og glerplata þekur framhlið tölvunnar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

G3[breyta | breyta frumkóða]

Steve Jobs gaf Apple stórar og ruglandi línur af hlutum eftir að hann varð framkvæmdarstjóri Apple árið 1997. Í lok ársins kynnti Apple línu af Mökkum sem kallaðist G3. Fyrirtækið kynnti iMac 6. mars 1998 og byrjaði að selja þá 15. ágúst 1998. Á þeim tíma voru Apple einstakir í að bjóða „allt-í-einu“ tölvur þar sem tölvan sjálf og skjárinn voru sameinuð í eitt. Margar aðrar PC tölvur hafa reynt þetta með litlum árangri.

iMac var mjög öðruvísi frá öðrum tölvum sem hafa verið gefnar út. Hún var með blágrænu plasti og var eggjalaga utan um 38 cm CRT (túbu) skjá. Það voru handföng á henni og dyr sem opnuðust hægra megin við tölvuna þar sem tengingarnar voru faldar. Tvö heyrnatólatengi voru framan á og innbyggðir hátalarar. Jonathan Ive átti hugmyndina að hönnununni.

Saga iMac (Core Duo iMac er svipuð G5)

Gamlar Macintosh tengingar eins og ADB, SCSI (Small Computer System Interface) og GeoPort voru ekki en í stað komu USB tengi. Disklingadrifinu var einnig hætt. Þó þetta hafi verið gömul tækni var Apple talin undan sínum tíma og var því illa tekið. Til dæmi var engin auðveld leið til að fá litlu gömlu skjölin aftur frá fyrrverandi vélum nema mögulega kaupa USB disklingadrif (disklingadrifið seldist vel fyrstu ár iMac G3).

Upprunalega "hokkí pökk" músin

Lyklaborðið og músin voru endurhönnuð fyrir iMac með blágræna plastinu og USB lyklaborði og USB mús. Lyklaborðið var minna heldur en fyrrverandi lyklaborð Apple með hvítum stöfum á svörtum tökkum. Músin var kringlótt, hokký pökk hönnun sem var óþægileg fyrir fólk með of stórar hendur. Apple hélt þó áfram að gefa út mýsnar þangað til loksins kom út ný mús, þekkt sem Apple Pro Mouse, tók við kringlóttu músinni. 2. ágúst 2005 kom síðan ný mús sem leysti af hólmi eins takka músina með Mighty Mouse. 12. október 2005 byrjaði Apple að selja nýju Mighty Mouse með iMac og Power Mac tölvum.

G4[breyta | breyta frumkóða]

iMac G4

Árið 2002 þurfti CRT (túbu) iMac uppfærslu. iMac G3 örgjörvinn og 15 tommu skjárinn voru fljótt úreltir. Í janúar 2007 var flatskjás iMac gefin út með gjörsamlega nýrri hönnun með 15 tommu LCD skjá á stillanlegum armi og fjórðu kynslóðar örgjörva. Apple auglýsti það sem að hafa sveigjanleika borðlampa, svipað og Luxo Jr. sem var í stuttmynd frá Pixar. Reyndar var hún kölluð "iLamp". Hún var þekkt sem "The New iMac" eða "nýi iMacinn" meðan hún var framleidd en eftir að henni var hætt var hún kölluð iMac G4.

iMac G4 var oft uppfærð. Það voru gerður 17 tommu skjár og síðan 20 tommu breiðskjár LCD næstu tvö ár. Þá hafði Apple hætt öllum CRT skjám úr línunum sínum. Aftur á móti gáti LCD iMacarnir ekki verið á sama lága verðinu og fyrrverandi iMac G3, aðalega vegna mikils kostnaðar á LCD tækninni á þessum tíma.

eMac, byggð á upprunalegu iMac hönnuninni

iMac G3 var þá úrelt og ódýr tölva sem var mikilvæg fyrir menntunarmarkaðinn og þess vegna var eMac settur á markað í apríl 2002. eMac er jafn kraftmikil og G4 en var svipuð og iMac með egglaga hönnun og flötum CRT skjá og "allt-í-einu" hönnun. Hún var til að byrja með aðeins ætluð til menntunar (e stendur fyrir education sem þýðir menntun) en Apple byrjaði að selja almenningi hana mánuði síða. eMac var í meginatriðum iMacinn sem viðskiptavinirnir höfðu verið að biðja um fáum árum áður. Árið 2005 hafði Apple aftur byrjað að selja skólum aðeins, aðalega vegna ódýru Mac mini var ætluð sama markaði.

G5[breyta | breyta frumkóða]

Innan í iMac G5

Í ágúst 2004 var iMac hönnuninni gefið nýtt útlit aftur. Á þeim tíma var búið að gefa út PowerPC 970 kubbinn og var notaður í Power Mac G5 línunni. Nýja hönnun iMac náði að nota PowerPC 970 inn í allt-í-einu hönnunina. Nýja hönnunin notaði sömu 17 og 20 tommu breiðtjalds LCD skjána og í seinustu útgáfu. iMac G5 var síðar uppfærð með þynnri hönnun, iSight vefmyndavél fyrir ofan LCD skjáinn og með Apple Front Row.

Intel[breyta | breyta frumkóða]

Á Macworld sýningunni 10. janúar 2006 tilkynnti Steve Jobs að nýju iMac tölvurnar myndu verða fyrstu Macintosh tölvurnar til að nota Intel örgjörva, Core Duo. Hönnunin, möguleikarnir og verðið myndu haldast frá iMac G5. Hraði örgjörvans samkvæmt prófunum Apple var sagt vera tvisvar til þrisvar sinnur hraðari.

Snemma í febrúar 2006 staðfestu Apple að það væri vandamál með myndbanda möguleikan í nýju iMökkunum. Þegar var verið að spila myndband með Front Row voru sumar 20 tommu iMakkar sýndu tilviljunakenndar láréttar línur, drauga og önnur vandamál. Þau vandamál voru löguð með uppfærslu.

Núverandi iMakkar eru með Mighty Mouse, lyklaborði, Bluetooth og AirPort korti, innbyggðri iSight vefmyndavél, Apple Remote fjarstýringu til að nota með Front Row og rafmagnssnúru. Bluetooth þráðlaust lyklaborð og mús eru fáanleg fyrir pening.

Seint á árinu 2006 kynnti Apple nýja útgáfu af iMac sem innihélt Core 2 Duo örgjörvan og ódýrari. Ný 24 tommu stærð með 1920 × 1200 upplausn var kynnt, fyrsti iMac til að geta sýnt 1080 HD efni í fullri upplausn. Fyrir utan 17 tommu 1.83 GHz örgjörva módelið, innihélt hann líka 802.11n draft netkort.

Þann 7. ágúst 2007 setti Apple á markað nýjan iMac gerðan úr áli og gleri. Sá iMac hefur 20, eða 24 þumlunga skjá.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Enska greinin á Wikipedia en:IMac.