iPod touch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta kynslóð iPod touch í tengikví

iPod touch (stundum kallaður iTouch) er tónlistarspilari, lófatölva, leikjatölva og nettæki sem hannaður var af Apple. iPod touch er eina iPodtækið sem er með fjölsnertiskjá eins og þeim sem er í iPhone. Það er líka fyrsti iPod með Wi-Fi og innbyggðum aðgangi að netverslununum iTunes Store og App Store. Þetta gerir notendum kleift að niðurhala tónlist og forrit beint í tækið án þess að tengja það við tölvu. Frá og með mars 2011 hefur Apple selt yfir 60 milljónir tæki.[1]

iPod touch keyrir iOS stýrikerfið sem tækin iPhone og iPad keyra líka. Með iPod touch er hægt að lesa rafbækur frá iBookstore og halda FaceTime-vídeósamtöl.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Apple's Samsung lawsuit reveals over 60 million iPod touch sold“. Sótt 14. ágúst 2011.
  Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.