Þróunarsálfræði
Þróunarsálfræði snýst um að útskýra hugræna eiginleika og hæfileika með því að líta á þá sem afleiðingu aðlögunar, aðlögunar sem hægt er að útskýra út frá kenningum um náttúruval. Hliðastæðar aðferðir eru notaðar til að útskýra virkni ónæmiskerfisins og hjartans, sem dæmi.
Þróunarsálfræði styður kenningu sem kallast á ensku massive modularity hypothesis, en í henni er því haldið fram að mannsheilinn hafi marga samverkandi hluta sem vinna saman og að þessir hlutar hafi þróast með náttúruvali. Dæmi um þetta er sjón, heyrn, og minni, en lítt er deilt um að þessir eiginleikar hafi þróast með náttúruvali. Hins vegar er mun meira deilt um t.d. tungumálanám og makaval.
Þróunarsálfræði á rætur sínar að rekja til hugrænnar sálfræði og þróunarlegrar líffræði, en þróunarsálfræði byggir einnig mikið á dýrafræði, gervigreindarfræðum, hátternisfræði og fleiri greinum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Evolutionary psychology á ensku wikipediu“. Sótt 3. maí 2006.
- 'Forever and a Day' or 'Just One Night'? Geymt 29 október 2007 í Wayback Machine On Adaptive Functions of Long-Term and Short-Term Romantic Relationships