Þroskasálfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sálfræði
Sögubrot
Ártöl í sögu bandarískrar sálfræði
Ártöl í sögu íslenskrar sálfræði
Helstu undirgreinar
Félagssálfræði
Hagnýtt sálfræði
Hugræn sálfræði
Námssálfræði
Tilraunasálfræði
Klínísk sálfræði
Líffræðileg sálfræði
Málsálfræði
Þroskasálfræði
Þróunarsálfræði
Listar
Sálfræðileg rit
Sálfræðileg efni

Þroskasálfræði er undirgrein sálfræði sem rannsakar breytingar á andlegum eiginleikum fólks sem eiga sér stað eftir því sem það eldist. Upprunalega var þroskasálfræði aðeins bundin við ungbörn og börn en fæst nú við allt lífsskeiðið.

Viðfangsefni þroskasálfræði er til að mynda hreyfigeta, geta til að leysa þrautir, tungumálanám og siferðisþroski. Þroskasálfræðingar fást einnig við lykilspurningar eins og hvort börn hafi ekki þá eiginleika sem fullorðnir hafa eða hreinlega skorti reynsluna sem þeir fullorðnu byggja á. Þeir fást einnig við spurningar um hvort þroski eigi sér stað smám saman með samsöfnun þekkingar eða þá skipingu frá einu þrepi hugsunar til annars; hvort börn séu fædd í þennan heim með ákveðna þekkingu eða finni hana út frá reynslu; og hvort þroski sé drifinn áfram af félagslegum öflum eða einhverju sem er innra með hverju barni.

Heimspekilegar vangaveltur um eðli barna og þroska þeirra spiluðu stórt hlutverk í fyrstu rannsóknunum sem gerðar voru á þroska barna. Þessum spurningum var síðan fljótlega skipt út fyrir hagkvæmari hluti eins og velferð barna.

John Locke (1632 – 1704) leit svo á að öll börn fæddust sem óskrifað blað (tabula rasa). Hann trúði því að börnin væru mótuð af skynjun á umhverfinu og vegna leiðsagnar eldra fólks. Locke neitaði því samt ekki að börn hefðu ólíka skapgerð og eiginleika. En hann hélt því samt fram að kennsla sem færi fram á frumstigum bernskunnar hefði lang mestu áhrifin. Þessi kenning hefur verið þungamiðjan í nútímakenningum um kennslu. Annar áhrifamaður í þroskasálfræði var franski heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau (1712 – 1778). Hann sagði að börn fæddust hrein (pure) og væru í eðli sínu góð. Síðan væri annað hvort hlúð að þessari góðmennsku eða hún eyðilögð af siðmenningunni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]