Fara í innihald

Þríþraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrjár greinar þríþrautar.

Þríþraut er íþrótt þar sem keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi tiltekna vegalengd án hlés, þannig að tíminn á milli greina telst með í heildartímanum. Þríþraut er íþrótt sem reynir sérstaklega mikið á þol keppenda.

Þríþraut varð til í Frakklandi á 3. áratug 20. aldar. Hin staðlaða „ólympíuvegalengd“ (1500 metra sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup), var búin til af bandaríska keppnisstjóranum Jim Curl um miðjan 9. áratuginn. Alþjóða þríþrautarsambandið var stofnað árið 1989 til að reyna að koma íþróttinni að sem ólympíugrein. Fyrst var keppt í þríþraut á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000.

Þríþraut á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Þríþrautarsamband Íslands er félagasamband íþróttafélaga sem keppa í þríþraut. Félagið hefur yfirumsjón með skipulagi þríþrautakeppna á Íslandi.

Þríþrautarfélög á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þríþrautardeild Breiðabliks - Þríkó
  • Þríþrautardeild UMFN - 3N
  • Þríþrautardeild SH - 3SH
  • Þríþrautarfélag Reykjavíkur - Ægir3
  • Þríþrautardeild UFA - Norðurljós
  • Þríþrautardeild Fjölnis

Keppnisfyrirkomulag[1]

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sprettþraut (Super-sprint): 400 metrar sund í Sundlaug, 10 km hjól, 2,5 km hlaup.
  • Hálfólympísk þraut (Sprint): 750 metrar sund í sundlaug, 20 km hjól, 5 km hlaup.
  • Ólympísk þríþraut (Olympic): Í henni er keppt á Ólympíuleikum. 1500 metrar sund í sundlaug, 40 km hjól, 10 km hlaup.
  • Hálfur járnkarl (Half-Ironman): 1900 metrar sund, 90 km hjól, 21,1 hlaup.
  • Járnkarl (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda. Fyrst var keppt Járnkarli á Hawaii árið 1977. Keppnin felur í sér 3,9 km sund, 180 km hjólreiðakeppni og maraþonhlaup (42,195 km).


Þríþrautarfélög á Íslandi

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Vegalengdir í þríþraut sem keppt er í á Íslandi - mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 3. október 2024.