Fara í innihald

Þorlákur Narfason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorlákur Narfason (d. 15. mars 1303) var íslenskur lögmaður og riddari á 13. öld. Hann bjó á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu.

Þorlákur var af ætt Skarðverja, sonur Narfa Snorrasonar prests á Kolbeinsstöðum og Valgerðar Ketilsdóttur konu hans og eldri bróðir þeirra Þórðar og Snorra Narfasona. Segir í Árna sögu biskups að þeir bræður hafi allir verið vitrir menn og vel mannaðir. Þorlákur var lögmaður norðan og vestan, fyrst 1290-1291, þá 1293-1295 og síðast 1298-1299. Annálar geta oft um ferðir hans til og frá landinu í tengslum við baráttu Íslendinga fyrir réttarbótum og hann andaðist í Konungahellu í Noregi.

Kona Þorláks var Helga dóttir Nikulásar Oddssonar í Kalmanstungu, sem verið hafði einn helsti kappinn í liði Þórðar kakala. Einn sona þeirra var Ketill Þorláksson hirðstjóri.

  • „Elzta óðal á Íslandi. Lögberg, 5. ágúst 1926“.
  • „Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir“.
  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Fyrirrennari:
Erlendur Ólafsson sterki
Lögmenn norðan og vestan
(12901291)
Eftirmaður:
Sigurður Guðmundsson
Fyrirrennari:
Sigurður Guðmundsson
Lögmenn norðan og vestan
(12931295)
Eftirmaður:
Þórður Narfason
Fyrirrennari:
Þórður Narfason
Lögmenn norðan og vestan
(12981299)
Eftirmaður:
Þórður Narfason