Fara í innihald

Þolfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Tímaeignarfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Þolfall (skammstafað sem þf.) (fyrrum einnig nefnt rægilegt fall) er fall sem fallorð geta staðið í. Það er almennt notað fyrir beint andlag, en einnig er frumlag nafnháttar í óbeinni ræðu oft haft í þolfalli.

Þolfall í forngrísku

[breyta | breyta frumkóða]

Í forngrísku er beint andlag ætíð í þolfalli. Sumar ópersónulegar sagnir taka frumlag í þolfalli og ýmsar forsetningar stýra þolfalli. Þolfall getur einnig haft sérhæfðari hlutverk, þ.á m. eru:

  • Accusativus temporis: Tímaþolfall; gefur til kynna hversu lengi eitthvað varir.
  • Accusativus respectivus: Tillitsþolfall; gefur til kynna með hvaða tilliti eitthvað er gert eða er í tilteknu ástandi.
  • Accusativus adverbialis: Atviksþolfall; stundum er þolfall notað líkt og um atviksorð sé að ræða.

Í óbeinni ræðu er frumlag nafnháttar haft í þolfalli, nema ef gerandi stýrandi sagnar er sá sami og gerandi nafnháttarins, en þá er frumlag nafnháttarins (ef tekið fram) í nefnifalli.

Þolfall í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]
Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Þolfall er eitt af fjórum föllum í íslensku. Það er almennt notað fyrir beint andlag og margar forsetningar stýra þolfalli en auk þess stendur frumlag ópersónulegra sagna oft í þolfalli. Enn fremur getur aukafallsliður í þolfalli haft sérhæfðara hlutverk í íslensku, þ.á m.

  • Tímaþolfall: Gefur til kynna hve lengi eitthvað varir. Dæmi: „Hann var tvo daga á leiðinni heim.“

Í óbeinni ræðu er frumlag nafnháttar haft í þolfalli. Dæmi: „Hann sagði manninn hlaupa“ (þar sem „manninn“ er frumlag sagnarinnar „hlaupa“ í óbeinu ræðunni „manninn hlaupa“)

Þolfall í latínu

[breyta | breyta frumkóða]
Föll í latínu
Nefnifall
Ávarpsfall
Þolfall
Eignarfall
Þágufall
Sviptifall
Staðarfall

Í latínu er beint andlag ætíð í þolfalli. Sumar ópersónulegar sagnir taka frumlag í þolfalli og ýmsar forsetningar stýra þolfalli. Þolfall getur einnig haft sérhæfðari hlutverk, þ.á m. eru:

  • Accusativus Graecus: Grískt þolfall er tillitsþolfall fengið að láni úr grísku. Dæmi: Tremit artus („Hann skelfur með tilliti til útlimanna“ eða „hann limi skelfur“).
  • Accusativus exclamationis: Þolfall upphrópunarinnar; upphrópanir eru oft hafðar í þolfalli. Dæmi: Me miserum („mig auman!“).

Í óbeinni ræðu er frumlag nafnháttar haft í þolfalli. Dæmi: Scio te haec egisse („ég veit að þú gerðir þetta“).