Þarmaflóra
Þarmaflóra er samheiti yfir þær fjölbreyttu tegundir örvera sem hafast við í meltingarvegi dýra.[1][2] Þetta eru bakteríur, sveppir, fyrnur og vírusar. Víðerfðamengi meltingarvegarins eru samanlögð erfðamengi þessarar örflóru.[3][4] Þarmarnir eru helsta búsvæði örvera í mannslíkamanum og þar býr mest af örverumengi mannsins.[5] Þarmaflóran hefur töluverð áhrif á líkamann, til dæmis á landnám nýrra tegunda, mótstöðu gegn sýklum, viðhald þekjulags þarmanna, efnaskipti næringarefna og lyfja, ónæmissvörun, og jafnvel geðslag og hegðun í gegnum þarma-heilaásinn.
Samsetning þarmaflórunnar er breytileg eftir stöðum í meltingarveginum. Langflestar tegundir er að finna í ristlinum, eða milli 300 og 1000 tegundir örvera.[6] Stærsti og best rannsakaði hluti þarmaflórunnar eru bakteríurnar. 99% af þeim koma úr 30-40 ólíkum tegundum.[7] Allt að 60% þurrefnis í saur eru bakteríur.[8] Yfir 99% af bakteríum þarmaflórunnar eru loftfælur en í botnristli geta loftháðar bakteríur fjölgað sér umtalsvert.[5] Áætlað er að allt að hundrað sinnum fleiri erfðavísa sé að finna í þarmaflórunni en í erfðamengi mannsins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Moszak, M; Szulińska, M; Bogdański, P (15. apríl 2020). „You Are What You Eat – The Relationship between Diet, Microbiota, and Metabolic Disorders-A Review“. Nutrients. 12 (4): 1096. doi:10.3390/nu12041096. PMC 7230850. PMID 32326604. S2CID 216108564.
- ↑ Engel, P.; Moran, N. (2013). „The gut microbiota of insects–diversity in structure and function“. FEMS Microbiology Reviews. 37 (5): 699–735. doi:10.1111/1574-6976.12025. PMID 23692388.
- ↑ Segata, N; Boernigen, D; Tickle, TL; Morgan, XC; Garrett, WS; Huttenhower, C (14. maí 2013). „Computational meta'omics for microbial community studies“. Molecular Systems Biology. 9: 666. doi:10.1038/msb.2013.22. PMC 4039370. PMID 23670539.
- ↑ Saxena, R.; Sharma, V.K (2016). „A Metagenomic Insight Into the Human Microbiome: Its Implications in Health and Disease“. Í Kumar, D.; S. Antonarakis (ritstjórar). Medical and Health Genomics. Elsevier Science. bls. 117. doi:10.1016/B978-0-12-420196-5.00009-5. ISBN 978-0-12-799922-7.
- ↑ 5,0 5,1 Sherwood, Linda; Willey, Joanne; Woolverton, Christopher (2013). Prescott's Microbiology (9th. útgáfa). New York: McGraw Hill. bls. 713–721. ISBN 9780073402406. OCLC 886600661.
- ↑ Guarner, F; Malagelada, J (2003). „Gut flora in health and disease“. The Lancet. 361 (9356): 512–519. doi:10.1016/S0140-6736(03)12489-0. PMID 12583961. S2CID 38767655.
- ↑ Beaugerie, Laurent; Petit, Jean-Claude (2004). „Antibiotic-associated diarrhoea“. Best Practice & Research Clinical Gastroenterology. 18 (2): 337–352. doi:10.1016/j.bpg.2003.10.002. PMID 15123074.
- ↑ Stephen, A. M.; Cummings, J. H. (1980). „The Microbial Contribution to Human Faecal Mass“. Journal of Medical Microbiology. 13 (1): 45–56. doi:10.1099/00222615-13-1-45. PMID 7359576.