Fara í innihald

Útsaumur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsaumuð ábreiða
Útsaumað altarisklæði í Reykholti

Útsaumur eða ísaumur er handavinna þar sem ofið efni eða annars konar efni er skreytt með nál og þræði eða garni. Í útsaumi eru einnig notaður önnur efni eins og málmþræðir, perlur, kúlur, fjaðrir og pallíettur. Útsaumur oft notaður á húfur og hatta, ábreiður og veggteppi, treyjur og pils, sokka og skyrtur.

Meðal forna útsaumstegunda eru refilsaumur, skattering, blómstursaumur, fléttuspor (gamli krosssaumurinn,) augnsaumur, glitsaumur og skakkaglit.

Í námskrá fyrir grunnskóla frá 1977 eru þessar útsaumstegundir nefndar: krosssaumur, þræðispor, frjálst spor, afturstingur, leggsaumur, lykkjuspor, tunguspor og krókspor.