Fara í innihald

Pallíetta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skór með gylltum pallíettum
Pallíettur

Pallíetta er lítil þunn skífa úr málmi eða málmlituðu plasti sem fest er á klæðnað eða ofin efni til skrauts. Pallíettur endurkasta ljósi og klæðin glitra. Föt skreytt pallíettum eru notuð til hátíðabrigða og í skemmtanaiðnaði svo sem af sýningarfólki í fjölleikahúsum. Pallíettur eru líka notaðar í ýmsa hluti á heimili og í skartgripi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.