Fara í innihald

Ólafur Rafnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Eðvarð Rafnsson (fæddur 7. apríl 1963,dáinn 19. júní 2013) var lögfræðingur í Hafnarfirði, forseti Íþróttasambands Íslands[1] og forseti FIBA Europe[2].

Ólafur var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá 1996 – 2006 þegar hann var kjörinn forseti ÍSÍ.

Körfuknattleiksferill

[breyta | breyta frumkóða]

Félagslið

[breyta | breyta frumkóða]

Á yngri árum lék Ólafur körufuknattleik með Haukum í Hafnarfirði og seinna þjálfaði hann liðið í Úrvalsdeild. Sem leikmaður lék hann 109 leiki í Úrvalsdeild og skoraði 1061 stig.[3] Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 1988 og bikarmeistari 1985 og 1986.

Landsliðið

[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur lék 7 leiki fyrir landslið Íslands í körfubolta á milli 1985 og 1986.[4]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Dóttir Ólafs er Auður Íris Ólafsdóttir, leikmaður landsliðs Íslands í körfubolta.[5]

Ólafur varð bráðkvaddur í Geneva í Sviss, fimmtugur að aldri, þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.[6][7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stjórn ÍSÍ[óvirkur tengill]
  2. „Stjórn FIBA Europe“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2013. Sótt 26. maí 2013.
  3. Ólafur Rafnsson Stats
  4. „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 8. júní 2017.
  5. Ólafur E. Rafnsson
  6. An Obituary: Olafur Rafnsson
  7. Ólafur Rafnsson látinn


Fyrirrennari:
Kolbeinn Pálsson
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands
(19962006)
Eftirmaður:
Hannes Sigurbjörn Jónsson