Hannes Sigurbjörn Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hannes Sigurbjörn Jónsson (f. 25. apríl 1975) er formaður Körfuknattleikssambands Íslands og stjórnarmaður í FIBA Europe

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Breiðablik[breyta | breyta frumkóða]

Hannes hóf afskipti af körfuknattleik 1989 þegar hann tók sæti í stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og hann ásamt þeirri stjórn hóf að efla körfuboltann í Kópavogi þrátt fyrir að körfuboltadeildin væri þá 20 ára gömul hafði lítið starf verið í körfuboltanum í Kópavogi. Á árunum 1989-1995 efldist starfið innan Breiðabliks og á nokkrum árum varð Körfuknattleiksdeild Breiðabliks ein af stærstu körfuknattleiksdeildum landsins. Hannes starfaði í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar til ársins 1999 þar af sem formaður frá 1997. Hannes hefur setið í aðalstjórn Breiðabliks og ýmsum nefndum á vegum félagsins. Einnig hefur Hannes setið í stjórn Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK).

Körfuknattleikssamband Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1999 tók Hannes sæti í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands. 2001 tók hann við varaformennsku sambandsins og frá 2006 hefur hann verið formaður.

FIBA Europe[breyta | breyta frumkóða]

Hannes tók sæti í fjárhagsnefnd FIBA Europe árið 2010, 17. maí 2014 var hann svo kosinn í stjórn FIBA Europe og á fyrsta stjórnarfundi kosinn formaður Smáþjóðanefndar FIBA Europe.

Afskipti af stjórnmálum[breyta | breyta frumkóða]

Í Alþingiskosningum 2013 sat hann í 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.


Fyrirrennari:
Ólafur Rafnsson
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands
(2006 –)
Eftirmaður:
'


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.