Ólafur Pétursson hirðstjóri
Útlit
Ólafur Pétursson var íslenskur hirðstjóri á 14. öld og bjó á Núpufelli í Eyjafirði. Ákaflega lítið er vitað um hann með vissu. Nokkrar líkur eru til að hann hafa verið bróðir "Grundar-Helgu" og því móðurbróðir Björns Jórsalafara. Að foreldrar hans hafi verið Pétur Halldórsson lögmaður á Víðimýri í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Svarthöfðadóttir er getgáta. Sömuleiðis að Þorkell Ólafsson prestur og officialis í Reykholti hafi verið sonur hans.
Ólafur fór með Þorsteini Eyjólfssyni til Noregs 1362 og var handtekinn með honum þar. Þeir komu saman heim 1364 og höfðu fengið hirðstjórn. Ólafur hefur þó varla verið hirðstjóri nema eitt ár því 1365 sigldi hann aftur.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
- "Auðbrekkubréf og Vatnsfjarðarerfðir" Saga 1962, tímarit Sögufélags
Fyrirrennari: Smiður Andrésson |
|
Eftirmaður: Ormur Snorrason |