Íslandsráðgjafi
Útlit
(Endurbeint frá Íslandsráðherra)
Íslandsráðgjafi eða Íslandsráðherra var ráðherraembætti sem búið var til með stjórnarskrá Íslands 1874. Íslandsráðgjafi skyldi bera upp til staðfestingar í danska ríkisráðinu mál sem vörðuðu Ísland. Íslandsráðgjafinn sat í Kaupmannahöfn en Landshöfðingi fór með æðsta vald á Íslandi á ábyrgð Íslandsráðgjafa.
Embættið var frá upphafi aukageta dómsmálaráðherra Danmerkur. Íslendingar voru frá upphafi óánægðir með þessa skipan mála og vildu endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem lyktaði með heimastjórn 1904 þegar ráðherra Íslands varð til sem embætti á Íslandi.
Eftirfarandi dómsmálaráðherrar Danmerkur voru Íslandsráðgjafar: