Fara í innihald

Zygmunt Bauman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 25. febrúar 2015 kl. 21:17 eftir The Polish (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2015 kl. 21:17 eftir The Polish (spjall | framlög) (update)
Zygmunt Bauman

Zygmunt Bauman (f. 19. nóvember 1925) er pólskur félagsfræðingur sem nú býr í Bretlandi. Hann var prófessor í félagsfræði við Háskólann í Leeds og er þekktur fyrir greiningar sínar á tengslum nútíma og helfararinnar og póstmóderískrar neysluhyggju. Heimur nútímans er fljótandi. Skilin milli miðju og jaðars eru að breytast, þau eru komin á flot

Hann gekk í kommúnistaflokk Póllands árið 1946. Hann varð prófessor í félagsfræði við Háskólann í Varsjá en var hrakinn úr stöðu sinni árið 1968 og flutti þá til Ísraels í eitt ár og þaðan til Bretlands. Frægasta bók hans er Modernity and the Holocaust (1989). Ein grein eftir Bauman hefur verið þýdd á íslensku, Lýðræði á tveimur vígstöðvum, og birtist hún í bókinni Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar (2000).

Tengill