Rauðþörungar
Rauðþörungar Tímabil steingervinga: Mesoproterozoic til nútíma[1] | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Samheiti | ||||||
|
Rauðþörungar (fræðiheiti: Rhodophyta) eru þörungar sem finnast nær eingöngu í sjó og telur fylkingin yfir 5000 tegundir. Langflestir rauðþörungar lifa í fjörum eða grunnum sjó og eru þar botnfastir á klettum, steinum eða gróðri. Rauðþörungar eru nánast allir fjölfrumungar og yfirleitt frekar stórir og nokkrir sm á lengd og breidd, oftast þráð- eða blaðlaga. Algengar tegundir í fjörum eru fjörugrös (Chondrus crispus), söl (Palmaria palmata) og purpurahimna (Porphyra umbilicalis).
Fáir þeirra vaxa ofarlega í fjörum, en þegar neðar dregur ber meira á þeim. Þeir eru algengir á grunnsævi og ná lengst niður í djúpin af stórþörungunum. Rauðþörungar hafa löngum verið eftirsótt fæða um allan heim og þekkja Íslendingar þar af best sölin (Palmaria palmata), sem hafa á seinni tímum verið eini þörungurinn sem hafður er til matar hér á landi.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ N. J. Butterfield (2000). „Bangiomorpha pubescens n. gen., n. sp.: implications for the evolution of sex, multicellularity, and the Mesoproterozoic/Neoproterozoic radiation of eukaryotes“. Paleobiology. 26 (3): 386–404. doi:10.1666/0094-8373(2000)026<0386:BPNGNS>2.0.CO;2. ISSN 0094-8373.
- ↑ Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson (1998). Sjávarnytjar við Ísland. Reykjavík: Mál og menning.