Zuilma Gabriela Sigurðardóttir
Zuilma Gabriela Sigurðardóttir | |
---|---|
Fædd | 1962 |
Störf | Prófessor í sálfræði með sérhæfingu í atferlisgreiningu við Háskóla Íslands |
Zuilma Gabriela Sigurðardóttir (f. 1962)[1] er prófessor í sálfræði með sérhæfingu í atferlisgreiningu við Háskóla Íslands.
Uppruni Zuilmu Gabrielu er í Mexikó borg, Mexikó.[1] Hún flutti frá Mexikó 10 ára gömul og til Íslands stuttu síðar.[2] Áður en Zuilma hlaut íslenskan ríkisborgararétt, hét hún Zuilma Gabriela Dragonné García Marin.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Zuilma Gabriela lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands haustið 1985[3], MA próf í atferlisgreiningu og atferlismeðferð við Southern Illinois University í Carbondale, Illinois í Bandarikjunum vorið 1989 og doktorspróf í tilraunasálfræði frá Northeastern University í Boston, Massachussetts árið 1992.[4] Zuilma Gabriela fékk löggildindu sem sálfræðingur sama ár. Hún starfaði sem sálfræðingur næstu sjö árin, fyrst á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (1992-1996), sem forstöðumaður á nýju sambýli, en síðar sem verkefnastjóri og gæðastjóri frekari liðveislu, meðfram því sem hún var einnig ráðgjafi fyrir sambýlin í Reykjavík, fræðslustjóri Svæðisskrifstofunnar og sálfræðingur skjólstæðinga Svæðisskrifstofunnar og aðstandenda þeirra. Zuilma vann jafnframt hlutavinnu í Kvennaathvarfinu, sem ráðgjafi með áfallahjálp fyrir börn sem dvöldu í athvarfinu 1992-1994 og hóf stundakennslu við Háskóla Íslands árið 1994. Árið 1996 tók hún við stöðu deildarstjóra sálfræðideildar hjá nýstofnaðri Fræðslumiðstöð Reykjavíkur[5] og sá þar um að móta stefnu í sálfræðiþjónustu fyrir grunnskóla í Reykjavík eftir nýjum lögum um grunnskóla og sérfræðiþjónustu skóla, hélt endurmenntunarnámskeið fyrir kennara mjög víða, skilgreindi starfsheitið atferlisþjálfi og átti þátt í að móta nám ætlað stuðningsfulltrúum í grunnskólum, sem sett var upp í Borgarholtsskóla. Einnig flutti hún inn, lét þýða og hóf skipulagt framboð á uppeldisnámskeiðinu SOS-Hjálp fyrir foreldra[6] Hún gegndi starfi deildarstjóra sálfræðideildar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til hausts 1999. Hún hóf þá fullt starf sem lektor á sálfræðiskor Háskóla Íslands, sem tilheyrði þá Félagsvísindadeild.[5] Hún vann ýmis trúnaðarstörf á Félagsvísindadeild, var skorarformaður sálfræðiskorar 2005-2007, sat á Háskólaþingi, var í inntökunefnd doktorsnáms í Félagsvísindadeild og sat í nokkrum nefndum rektors. Í dag er Zuilma Gabriela prófessor í sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands[7][5] og er einnig forstöðumaður Rannsóknarstofu í atferlisgreiningu.[8] Zuilma Gabriela hefur rekið sálfræðistofu síðan 1992 meðfram öðrum störfum og meðal annars veitir hún spænskumælandi fólk sáfræðiþjónustu.
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Rannsóknir Zuilmu Gabrielu hafa verið á breiðu sviði atferlisgreiningar, mest áberandi á alþjóðavísu eru hennar rannsóknir á sviði áreitajöfnunnar (stimulus equivalence). Í hagnýtri atferlisgreining hefur hún lagt áherslu á rannsóknir á íhlutun í hegðunar- og námsvanda barna, svo og í öryggi barna í innkaupakerrum[9][10], einnig á endurhæfingu tals með virkri skilyrðingu hjá þeim sem fá heilablóðfall og glíma við málstol. Einnig hefur hún rannsakað öryggi og hegðunarstjórnun á vinnustöðum svo og lífsgæði foreldra barna með fötlun. Mat á árangri íhlutunnar með einliðatilraunasniðum hefur verið meginviðfangsefni í rannsóknum hennar í hagnýtri atferlisgreiningu og hafa flestar farið fram á vettvangi með mikilli þjónustu fyrir samfélagið.
Zuilma Gabriela er eini prófessorinn í atferlisgreiningu á Íslandi og sú sem hefur lagt grunninn fyrir vöxt og þróun atferlisgreiningar sem vísindasvið á Íslandi.[11][12][13]
Ýmis störf og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Zuilma Gabriela hefur tvisvar verið andmælandi við doktorsvörn í Oslo Met háskólanum og einu sinni við Háskólann í Parma á Ítalíu. Hún var gestafyrirlesari á ráðstefnu EABA árið 2012[14] og í alþjóðlegri ráðstefnu um sérkennslu, aldraða, fötlun og endurhæfingu í Seúl í Kóreu (2014). Þá hélt hún erindi á árlegri ráðstefnu í Sarasota, Florida (2014) sem var skipulögð til heiðurs Murray Sidman í sex ár í röð og eingöngu 20 manns boðið í hvert skipti að halda erindi og taka þátt í skipulögðum umræðum eftir erindahaldinu.[15]Einnig hélt hún opnunarerindi á fyrstu ráðstefnu um atferlisgreiningu í Búlgaríu árið 2016.
Zulma bauð sig fram í stöðu forseta Evrópufélags um atferlisgreiningu (European Association for Behavior Analysis, EABA) árið 2015. Hún sigraði kosninguna og gegndi þeirri stöðu frá 2015-2017[16] en gegnir nú stöðu fyrrverandi forseta í stjórn EABA og mun gera áfram til hausts 2020.[17]
Zuilma var í ritstjórn tímaritsins European Journal of Behavior Analysis frá árinu 2000, en hefur gegnt stöðu aðstoðarritstjóra (Action editor) frá árinu 2015.[18] Einnig hefur hún verið aðstoðarritstjóri í tímaritinu Journal of Behavioral Education frá árinu 2016.[19] Hún hefur einnig verið ritrýnir fyrir helstu tímaritin í atferlisgreiningu, til dæmis Journal of the Experimental Analysis of Behavior, The Analysis of Verbal Behavior og Behavioral Interventions. Hún hefur einnig ritrýnt handrit fyrir íslensk vísindarit eins og Tímarit Hjúkrunarfræðinga,[20] Tímarit Félagsráðgjafa,[21] Glæður,[22] Uppeldi og Manntun,[23] Sálfræðiritið[24] og Tímarit Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunnar Háskóla Íslands[25]. Rannís (ýmsir sjóðir), Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Rannsóknarsjóður Landspítalans hafa einnig beðið hana að veita umsagnir um umsóknir um styrki sem hafa borist þeim.
Zuilma Gabriela hefur verið Erasmus skiptikennari[26] árlega síðan haustið 2015 í sálfræðideild Háskólans í Lettlandi í Ríga. Hún hefur kennt masters- og doktorsnemum um atferlisgreiningu og veitt fagfólki sem vinna með hegðunarvanda barna handleiðslu. Þá hefur hún haldið erindi á ýmsum innanlands- og alþjóðlegum ráðstefnum og haldið vinnusmiðjur og námskeið fyrir Félag Lettlands um hugræna atferlismeðferð.[27] Einnig hefur hún kennt í BCBA námi, sett af stað Félag um atferlisgreiningu í Lettlandi og Félags Eystrasaltsríkja um atferlisgreiningu (Baltic Association for Behavior Analysis).[28][29]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Móðir Zuilmu er Thalía María Jósefsdóttir (1935) (áður Thalía María García Marin Sariñana) og stjúpfaðir hennar er Sigurður Finnbogason (1928-2014). Zuilma á tvö börn.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Dagblaðið Vísir - DV. (2003, 26. maí). Sjötíu og fimm ára. Sigurður Finnbogason vélfræðingur“. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Doktor Zuilma. Mannlíf frá apríl 1993, 3. tbl, 10. árg.
- ↑ Mbl.is. (1992, 21. júní). Nýr doktor í sálfræði Zuilma Gabríela Sigurðardóttir varði fyrir nokkru. mbl.is. Sótt 25. júní 2016.
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir. Sótt 25. júní 2015.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Zuilma Gabríela Sigurðardóttir. Prófessor í sálfræði, í atferlisgreiningu og atferlismeðferð“. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (e.d.). Bakgrunnur Geymt 15 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2018). [ https://www.hi.is/frettir/hljota_framgang_i_starfi_0 Hljóta framgang í starfi]. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (e.d.). Um RÍA Geymt 20 janúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Bætt öryggi barna í innkaupakerrum. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent við Sálfræðideild. Sótt 5. júlí.
- ↑ Árni Þór Eiríksson. (2017). Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík inngrip til að forðast slys. Óbirt MA ritgerð. Háskóli Íslands, Reykjavík.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2015). Susan M. Schneider með erindi Geymt 14 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2018). Spennndi erindi um hagnýta atferlisgreiningu Geymt 14 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2015). Rannsóknir á „intraverbal“ hegðun: Nám og íhlutun Geymt 15 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ 6th Conference of the European Association for Behavior Analysis. Lisabon Portugal. September 6-9 Geymt 5 október 2015 í Wayback Machine, 2012. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Sjá: https://www.flickr.com/photos/heilbrigdisvisindasvid/albums/72157650773581427
- ↑ EABA. European Association for Behaviour Analysis.EABA - President's Opinion Statement[óvirkur tengill]. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ EABA. European Association for behaviour analysis. (e.d.). EABA – Committee Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Taylor & Francis Online. European Journal of Behavior Analysis. (e.d.). Editorial board. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Springer. (e.d.). Journal of Behavioral Education Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ Tímarit Hjúkrunarfræðinga. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Tímarit Félagsráðgjafa. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Fagtímaritið Glæður Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Tímarit um Uppeldi og Manntun Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Sálfræðiritið. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Tímarit Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunnar Háskóla Íslands Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Erasmus+ styrkir innan Evrópu. Sótt 5. júlí 2019.
- ↑ Sjá: http://kbt.lv/lat/jaunumi/supervizijas_un_seminars_par_bernu_uzvedibas_analizi Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine
- ↑ Sjá: https://www.facebook.com/balticaba/
- ↑ Sjá: http://www.baltic-aba.mozello.com/ Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine
Fræðigreinar
[breyta | breyta frumkóða]- Sigurðardóttir, Z. G., Mackay, H. A., and Green, G. (2012). Stimulus Equivalence, Generalization, and Contextual Stimulus Control in Verbal Classes. The Analysis of Verbal Behavior, 28()1, 3-29.
- Sigurdardottir, Z. G., Green, G., and Saunders, R. R. (1990). Equivalence classes generated by sequence training. Journal of the Experimental Analysis of Behavior, 53(1), 47-63.
- Green, G., Sigurdardottir, Z. G., and Saunders, R. R. (1991). The role of instructions in the transfer of ordinal functions through equivalence classes. Journal of the Experimental Analysis of Behavior, 55(3), 287-304.
- Valdimarsdóttir, H., Halldórsdóttir, L. Ý., and Sigurdardottir, Z. G. (2010). Increasing the variety of foods consumed by picky eater: Generalization of effects across caregivers and settings. Journal of Applied Behavior Analysis, 43(1), 101-105.
- Guðmundsdóttir, K., Ala'i-Rosales, S., and Sigurðardóttir, Z. G. (2019). Extending Caregiver Training Via Telecommunication for Rural Icelandic Children With Autism. Rural Special Education Quarterly, July 19, 2018.
- Árni Þór Eiríksson og Zuilma Gabriela Sigurðardóttir. (2011). Öryggi barna í innkaupakerrum. Áhrifaríkt leið til að forðast slys Geymt 30 nóvember 2017 í Wayback Machine. Sálfræðiritið - Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 16, 73-79. Sjá:
- Sigurðardóttir, Z. G. and Sighvatsson, M. B. (2007). Operant conditioning and errorless learning procedures in the treatment of chronic aphasia. International Journal of Psychology, 41(6).
- Sighvatsson, M. B. and Sigurðardóttir, Z. G. (2012). Treatment of chronic aphasia with errorless learning procedures: A direct replication. The journal of speech and language pathology, applied behavior analysis 5(1-3), 47-58.
- Þorsteinsson, H., & Sigurðardóttir, Z. G. (2007). Backward chaining used to teach a woman with aphasia to read compound words: A single case study. The Journal of Speech and Language Pathology – Applied Behavior Analysis, 2(3), 325-334.
- Ása Harðardóttir, Zuilma Gabriela Sigurðardóttir og Haukur Freyr Gylfason. (2009). Líðan og heilsutengd lífsgæði foreldra barna með Cerebral Palsy (CP) í samanburði við foreldra heilbrigðra barna[óvirkur tengill]. Sálfræðiritið, 14(1), 79-84.