Fara í innihald

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zuilma Gabriela Sigurðardóttir
Fædd1962
StörfPrófessor í sálfræði með sérhæfingu í atferlisgreiningu við Háskóla Íslands

Zuilma Gabriela Sigurðardóttir (f. 1962)[1] er prófessor í sálfræði með sérhæfingu í atferlisgreiningu við Háskóla Íslands.

Uppruni Zuilmu Gabrielu er í Mexikó borg, Mexikó.[1] Hún flutti frá Mexikó 10 ára gömul og til Íslands stuttu síðar.[2] Áður en Zuilma hlaut íslenskan ríkisborgararétt, hét hún Zuilma Gabriela Dragonné García Marin.[1]

Zuilma Gabriela lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands haustið 1985[3], MA próf í atferlisgreiningu og atferlismeðferð við Southern Illinois University í Carbondale, Illinois í Bandarikjunum vorið 1989 og doktorspróf í tilraunasálfræði frá Northeastern University í Boston, Massachussetts árið 1992.[4] Zuilma Gabriela fékk löggildindu sem sálfræðingur sama ár. Hún starfaði sem sálfræðingur næstu sjö árin, fyrst á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (1992-1996), sem forstöðumaður á nýju sambýli, en síðar sem verkefnastjóri og gæðastjóri frekari liðveislu, meðfram því sem hún var einnig ráðgjafi fyrir sambýlin í Reykjavík, fræðslustjóri Svæðisskrifstofunnar og sálfræðingur skjólstæðinga Svæðisskrifstofunnar og aðstandenda þeirra. Zuilma vann jafnframt hlutavinnu í Kvennaathvarfinu, sem ráðgjafi með áfallahjálp fyrir börn sem dvöldu í athvarfinu 1992-1994 og hóf stundakennslu við Háskóla Íslands árið 1994. Árið 1996 tók hún við stöðu deildarstjóra sálfræðideildar hjá nýstofnaðri Fræðslumiðstöð Reykjavíkur[5] og sá þar um að móta stefnu í sálfræðiþjónustu fyrir grunnskóla í Reykjavík eftir nýjum lögum um grunnskóla og sérfræðiþjónustu skóla, hélt endurmenntunarnámskeið fyrir kennara mjög víða, skilgreindi starfsheitið atferlisþjálfi og átti þátt í að móta nám ætlað stuðningsfulltrúum í grunnskólum, sem sett var upp í Borgarholtsskóla. Einnig flutti hún inn, lét þýða og hóf skipulagt framboð á uppeldisnámskeiðinu SOS-Hjálp fyrir foreldra[6] Hún gegndi starfi deildarstjóra sálfræðideildar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til hausts 1999. Hún hóf þá fullt starf sem lektor á sálfræðiskor Háskóla Íslands, sem tilheyrði þá Félagsvísindadeild.[5] Hún vann ýmis trúnaðarstörf á Félagsvísindadeild, var skorarformaður sálfræðiskorar 2005-2007, sat á Háskólaþingi, var í inntökunefnd doktorsnáms í Félagsvísindadeild og sat í nokkrum nefndum rektors. Í dag er Zuilma Gabriela prófessor í sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands[7][5] og er einnig forstöðumaður Rannsóknarstofu í atferlisgreiningu.[8] Zuilma Gabriela hefur rekið sálfræðistofu síðan 1992 meðfram öðrum störfum og meðal annars veitir hún spænskumælandi fólk sáfræðiþjónustu.

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Zuilmu Gabrielu hafa verið á breiðu sviði atferlisgreiningar, mest áberandi á alþjóðavísu eru hennar rannsóknir á sviði áreitajöfnunnar (stimulus equivalence). Í hagnýtri atferlisgreining hefur hún lagt áherslu á rannsóknir á íhlutun í hegðunar- og námsvanda barna, svo og í öryggi barna í innkaupakerrum[9][10], einnig á endurhæfingu tals með virkri skilyrðingu hjá þeim sem fá heilablóðfall og glíma við málstol. Einnig hefur hún rannsakað öryggi og hegðunarstjórnun á vinnustöðum svo og lífsgæði foreldra barna með fötlun. Mat á árangri íhlutunnar með einliðatilraunasniðum hefur verið meginviðfangsefni í rannsóknum hennar í hagnýtri atferlisgreiningu og hafa flestar farið fram á vettvangi með mikilli þjónustu fyrir samfélagið.

Zuilma Gabriela er eini prófessorinn í atferlisgreiningu á Íslandi og sú sem hefur lagt grunninn fyrir vöxt og þróun atferlisgreiningar sem vísindasvið á Íslandi.[11][12][13]

Ýmis störf og verkefni

[breyta | breyta frumkóða]

Zuilma Gabriela hefur tvisvar verið andmælandi við doktorsvörn í Oslo Met háskólanum og einu sinni við Háskólann í Parma á Ítalíu. Hún var gestafyrirlesari á ráðstefnu EABA árið 2012[14] og í alþjóðlegri ráðstefnu um sérkennslu, aldraða, fötlun og endurhæfingu í Seúl í Kóreu (2014). Þá hélt hún erindi á árlegri ráðstefnu í Sarasota, Florida (2014) sem var skipulögð til heiðurs Murray Sidman í sex ár í röð og eingöngu 20 manns boðið í hvert skipti að halda erindi og taka þátt í skipulögðum umræðum eftir erindahaldinu.[15]Einnig hélt hún opnunarerindi á fyrstu ráðstefnu um atferlisgreiningu í Búlgaríu árið 2016.

Zulma bauð sig fram í stöðu forseta Evrópufélags um atferlisgreiningu (European Association for Behavior Analysis, EABA) árið 2015. Hún sigraði kosninguna og gegndi þeirri stöðu frá 2015-2017[16] en gegnir nú stöðu fyrrverandi forseta í stjórn EABA og mun gera áfram til hausts 2020.[17]

Zuilma var í ritstjórn tímaritsins European Journal of Behavior Analysis frá árinu 2000, en hefur gegnt stöðu aðstoðarritstjóra (Action editor) frá árinu 2015.[18] Einnig hefur hún verið aðstoðarritstjóri í tímaritinu Journal of Behavioral Education frá árinu 2016.[19] Hún hefur einnig verið ritrýnir fyrir helstu tímaritin í atferlisgreiningu, til dæmis Journal of the Experimental Analysis of Behavior, The Analysis of Verbal Behavior og Behavioral Interventions. Hún hefur einnig ritrýnt handrit fyrir íslensk vísindarit eins og Tímarit Hjúkrunarfræðinga,[20] Tímarit Félagsráðgjafa,[21] Glæður,[22] Uppeldi og Manntun,[23] Sálfræðiritið[24] og Tímarit Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunnar Háskóla Íslands[25]. Rannís (ýmsir sjóðir), Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Rannsóknarsjóður Landspítalans hafa einnig beðið hana að veita umsagnir um umsóknir um styrki sem hafa borist þeim.

Zuilma Gabriela hefur verið Erasmus skiptikennari[26] árlega síðan haustið 2015 í sálfræðideild Háskólans í Lettlandi í Ríga. Hún hefur kennt masters- og doktorsnemum um atferlisgreiningu og veitt fagfólki sem vinna með hegðunarvanda barna handleiðslu. Þá hefur hún haldið erindi á ýmsum innanlands- og alþjóðlegum ráðstefnum og haldið vinnusmiðjur og námskeið fyrir Félag Lettlands um hugræna atferlismeðferð.[27] Einnig hefur hún kennt í BCBA námi, sett af stað Félag um atferlisgreiningu í Lettlandi og Félags Eystrasaltsríkja um atferlisgreiningu (Baltic Association for Behavior Analysis).[28][29]

Móðir Zuilmu er Thalía María Jósefsdóttir (1935) (áður Thalía María García Marin Sariñana) og stjúpfaðir hennar er Sigurður Finnbogason (1928-2014). Zuilma á tvö börn.[1]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Dagblaðið Vísir - DV. (2003, 26. maí). Sjötíu og fimm ára. Sigurður Finnbogason vélfræðingur“. Sótt 31. ágúst 2019.
  2. Doktor Zuilma. Mannlíf frá apríl 1993, 3. tbl, 10. árg.
  3. Mbl.is. (1992, 21. júní). Nýr doktor í sálfræði Zuilma Gabríela Sigurðardóttir varði fyrir nokkru. mbl.is. Sótt 25. júní 2016.
  4. Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir. Sótt 25. júní 2015.
  5. 5,0 5,1 5,2 „Zuilma Gabríela Sigurðardóttir. Prófessor í sálfræði, í atferlisgreiningu og atferlismeðferð“. Sótt 5. júlí 2019.
  6. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (e.d.). Bakgrunnur Geymt 15 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
  7. Háskóli Íslands. (2018). [ https://www.hi.is/frettir/hljota_framgang_i_starfi_0 Hljóta framgang í starfi]. Sótt 25. júní 2019.
  8. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (e.d.). Um RÍA Geymt 20 janúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
  9. Háskóli Íslands. (e.d.). Bætt öryggi barna í innkaupakerrum. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent við Sálfræðideild. Sótt 5. júlí.
  10. Árni Þór Eiríksson. (2017). Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík inngrip til að forðast slys. Óbirt MA ritgerð. Háskóli Íslands, Reykjavík.
  11. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2015). Susan M. Schneider með erindi Geymt 14 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  12. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2018). Spennndi erindi um hagnýta atferlisgreiningu Geymt 14 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  13. Háskóli Íslands. Rannsóknastofa í atferlisgreiningu. (2015). Rannsóknir á „intraverbal“ hegðun: Nám og íhlutun Geymt 15 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  14. 6th Conference of the European Association for Behavior Analysis. Lisabon Portugal. September 6-9 Geymt 5 október 2015 í Wayback Machine, 2012. Sótt 5. júlí 2019.
  15. Sjá: https://www.flickr.com/photos/heilbrigdisvisindasvid/albums/72157650773581427
  16. EABA. European Association for Behaviour Analysis.EABA - President's Opinion Statement[óvirkur tengill]. Sótt 5. júlí 2019.
  17. EABA. European Association for behaviour analysis. (e.d.). EABA – Committee Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
  18. Taylor & Francis Online. European Journal of Behavior Analysis. (e.d.). Editorial board. Sótt 25. júní 2019.
  19. Springer. (e.d.). Journal of Behavioral Education Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júní 2019.
  20. Tímarit Hjúkrunarfræðinga. Sótt 5. júlí 2019.
  21. Tímarit Félagsráðgjafa. Sótt 5. júlí 2019.
  22. Fagtímaritið Glæður Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  23. Tímarit um Uppeldi og Manntun Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  24. Sálfræðiritið. Sótt 5. júlí 2019.
  25. Tímarit Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunnar Háskóla Íslands Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. júlí 2019.
  26. Háskóli Íslands. Erasmus+ styrkir innan Evrópu. Sótt 5. júlí 2019.
  27. Sjá: http://kbt.lv/lat/jaunumi/supervizijas_un_seminars_par_bernu_uzvedibas_analizi Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine
  28. Sjá: https://www.facebook.com/balticaba/
  29. Sjá: http://www.baltic-aba.mozello.com/ Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine

Fræðigreinar

[breyta | breyta frumkóða]