Yoweri Museveni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yoweri Museveni
Yoweri Museveni September 2015.jpg
Museveni árið 2015.
Forseti Úganda
Núverandi
Tók við embætti
29. janúar 1986
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. september 1944 (1944-09-15) (78 ára)
Ntungamo, Úganda
StjórnmálaflokkurÞjóðarandspyrnuhreyfingin (enska: National Resistance Movement, svahílí: Harakati za Upinzani za Kitaifa)
MakiJanet Kainembabazi (g. 1973)
BörnMuhoozi, Natasha, Patience, Diana
HáskóliHáskólinn í Dar es Salaam
StarfStjórnmálamaður

Yoweri Museveni (f. 15. september 1944) er úgandskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Úganda frá árinu 1986. Museveni var þátttakandi í uppreisnarhreyfingum sem steyptu af stóli ríkisstjórnum Idi Amin (1971–79) og Miltons Obote (1980–85).[1][2] Á tíunda áratugnum naut Museveni talsverðrar hylli á vesturlöndum sem fulltrúi nýrrar kynslóðar afrískra leiðtoga. Á forsetatíð Museveni hefur tilölulegur stöðugleiki og hagvöxtur ríkt í Úganda. Hins vegar hafa valdaár hans einnig einkennst af afskiptum Úganda af borgarastríði í Kongó og öðrum hernaðarátökum við Stóru vötnin. Þar á meðal má nefna uppreisn Andspyrnuhers Drottins í norðurhluta Úganda, sem kostaði fjölda mannslífa. Museveni hefur einnig staðið fyrir bælingu á pólitísku andófi og hefur gert breytingar á úgöndsku stjórnarskránni til þess að nema úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetinn má sitja (2005) og aldurstakmark á forsetaembættið (2017) til þess að framlengja valdatíð sína.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Museveni myndar nýja ríkisstjórn“. Morgunblaðið. 31. janúar 1986. Sótt 11. október 2018.
  2. „Museveni forseti í 30 ár“. RÚV. 26. janúar 2018. Sótt 11. október 2018.


Fyrirrennari:
Tito Okello
Forseti Úganda
(29. janúar 1986 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.