Fríða og dýrið
Fríða og dýrið (franska: La Belle et la Bête), einnig þýtt sem Yndisfríð og ófreskjan, er ævintýri eftir franska 18. aldar rithöfundinn Gabrielle-Suzanne Barbot de Villeneuve frá 1740 en er þekktust í styttri endursögn Jeanne Marie Le Prince de Beaumont frá 1756 og síðar Andrew Lang frá 1889. Þekktasta rússneska endursögnin er „Rauða blómið“ eftir Sergej Aksakov frá 1858. Meðal forvera sögunnar eru goðsagan um Eros og Psýkke úr Gullasnanum eftir Apuleius og sagan „Svínakóngurinn“ sem kom út í þjóðsagnasafni Giovanni Francesco Straparola 1550.
Hannes Finnsson þýddi „La Belle et la Bête“ sem Sagan af skrímslinu góða og gaf hana út árið 1797.[1]
Leikritið Amour pour amour eftir Pierre-Claude Nivelle de La Chaussée var skrifað aðeins tveimur árum eftir útgáfu bókar Villeneuve og árið 1771 samdi André Grétry óperuna Zémire et Azor sem naut mikilla vinsælda. Nýjasta útfærsla sögunnar er kvikmyndin Fríða og dýrið frá 2017.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Rósa Þorsteinsdóttir: Grimmsævintýri á Íslandi, bls. 2. Sbr. Ísmús: ATU 425C.