Fara í innihald

Ísmús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ísmús er gagnasafn yfir íslenska tónlistarsögu og þjóðfræði. Gagnasafnið er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar og Tónlistarsafns Íslands. Fyrsta útgáfa þess var opnuð árið 2001 og ný útgáfa árið 2012. Árið 2017 var hægt að nálgast þar yfir 40.000 hljóðrit og 700 myndskeið, meðal annars með viðtölum úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar, auk upplýsinga um yfir 8000 einstaklinga og 290 hljómsveitir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.