Yasmina Reza

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Yasmina Reza (f. 1. maí 1959) er franskt leikskáld og rithöfundur sem er þekktust fyrir verk þar sem borgaraleg vandamál eru tekin fyrir á kaldhæðinn hátt. Þekktustu verk hennar eru leikritin Listaverkið („Art“) frá 1994 og Vígaguðinn (Le Dieu du carnage) frá 2006. Síðastnefnda leikritið var gert að kvikmynd eftir Roman Polanski árið 2011. Fyrsta skáldsaga hennar, Hammerklavier, kom út 1997 en þekktustu skáldsögur hennar eru Une Désolation frá 2001 og L'Aube le Soir ou la Nuit frá 2007.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.