Xavier Dolan
Xavier Dolan | |
---|---|
Fæddur | Xavier Dolan-Tadros 20. mars 1989 Montreal í Quebec í Kanada |
Störf | Kvikmyndaleikstjóri Handritshöfundur Framleiðandi Leikari |
Ár virkur | 1994-í dag |
Foreldrar | Manuel Tadros (faðir) |
Xavier Dolan-Tadros (f. 20. mars 1989) er kanadískur kvikmyndagerðarmaður og leikari. Hann hóf feril sinn sem leikari í auglýsingum áður en hann leikstýrði nokkrum „arthouse“-kvikmyndum. Hann fékk fyrst alþjóðlegt lof árið 2009 fyrir kvikmynd sína Ég drap mömmu mína (J'ai tué ma mère) sem var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Dolan hefur unnið til margra verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal Dómnefndarverðlaun á Cannes árið 2014 fyrir Mömmu og Grand Prix á Cannes 2016 fyrir Þetta er bara heimsendir.
Dolan hefur einnig leikstýrt tónlistarmyndböndum, m.a. fyrir lög Adele, Hello (2015) og Easy on Me (2021) en fyrir það seinna fékk hann tilnefningu til Grammy-verðlaunanna.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Dolan er fæddur og uppalinn í Montréal í Québec í Kanada. Hann er sonur Geneviève Dolan, skólastýru framhaldsskóla af írskum ættum, og Manuel Tadros, egypskum-kanadískum leikara og söngvara af líbönskum ættum. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Dolan ólst upp hjá móður sinni í úthverfi Montréal.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Dolan er samkynhneigður[1] og hefur lýst sinni fyrstu kvikmynd, Ég drap mömmu mína, sem hálfgerðri sjálfsævisögu.
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir í fullri lengd
[breyta | breyta frumkóða]Sem kvikmyndagerðarmaður
[breyta | breyta frumkóða]Árið | Upprunalegur titill | Íslenskur titill | Leikstjóri | Handritshöfundur | Framleiðandi | Klippari | Búningahönnuður |
---|---|---|---|---|---|---|---|
2009 | J'ai tué ma mère | Ég drap mömmu mína | Já | Já | Já | Nei | Já |
2010 | Les Amours imaginaires | Já | Já | Já | Já | Nei | |
2012 | Laurence Anyways | Laurence hvernig sem er | Já | Já | Já | Já | Já |
2013 | Tom à la ferme | Tommi á býlinu | Já | Já | Já | Já | Já |
2014 | Mommy | Mamma | Já | Já | Já | Já | Já |
2016 | Juste la fin du monde | Þetta er bara heimsendir | Já | Já | Já | Já | Nei |
2018 | The Death & Life of John F. Donovan | Já | Já | Já | Já | Nei | |
2019 | Matthias & Maxime | Matthias og Maxime | Já | Já | Já | Já | Já |
2021 | Charlotte | Nei | Nei | Já | Nei | Nei | |
2022 | La nuit où Laurier Gaudreault s'est réveillé | Já | Já | Já | Já | Já | |
2023 | La Bête | Nei | Nei | Já | Nei | Nei |
Leikhlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill |
---|---|
1997 | J'en suis ! |
1999 | Le marchand de sable |
2001 | La Forteresse suspendue |
2006 | Miroirs d'été |
2008 | Martyrs |
2009 | Suzie |
2009 | J'ai tué ma mère |
2010 | Les Amours imaginaires |
2010 | Good Neighbours |
2010 | Lipsett Diaries |
2012 | Laurence Anyways |
2013 | Tom à la ferme |
2014 | Miraculum |
2014 | Elephant Song |
2018 | Boy Erased |
2018 | Bad Times at the El Royale |
2019 | Matthias & Maxime |
2019 | It Chapter Two |
2021 | Lost Illusions |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Xavier Dolan: The New Woody Allen, Only Younger, Cuter and Gay“. HuffPost (enska). 23. febrúar 2011. Sótt 7. desember 2023.