Fara í innihald

Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/maí, 2008

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég var smá að pæla í, í framhaldi af samvinnu þessa mánaðar að ganga skrefinu lengra og ekki bara að passa að engir rauðir tenglar séu á forsíðunni heldur líka að passa upp á það að ef maður ýtir á einhverj tengil á forsíðunni; að engir rauðir tenglar séu þar. Þetta yrði auðvitað svakalega erfitt með tiliti til greinafjöldans núna en þetta ætti alveg að vera hægt. Ef fólk er hinsvegar ekki til í þetta, þá gætum við frestað þessu til síðri tíma og unnið að því að gera alla rauða tengla á "greininni um daginn í dag" bláa. Hvernig hljómar það? --Baldur Blöndal 3. mars 2008 kl. 11:47 (UTC)[svara]

Er það ekki... erfitt? *púff* --Akigka 3. mars 2008 kl. 11:49 (UTC)[svara]
Jú einmitt.. þess vegna held ég að við ættum kannski að bíða með að gera hið fyrsta. Það væri bara flott ef hvert sem fólk ýtti þá myndi það ekki finna rauða tengla. Hvernig lýst fólki samt á það að kannski halda því áfram mánaðarlega að halda forsíðunni hreinni? Að hafa það eins og fast verkefni hvern mánuð. --Baldur Blöndal 3. mars 2008 kl. 11:56 (UTC)[svara]
Er ekki gott að breyta til? Ég legg til að við bætum hressilega við umfjöllun um mat og drykk. --Cessator 27. mars 2008 kl. 03:55 (UTC)[svara]
Það hljómar vel, kannski of vítt hugtak samt. Við gætum einbeitt okkur að því að skrifa um íslenkan mat og mat sem er vinsæll á Íslandi? Páskaegg, Þorramat, kleinur o.s.fv. --Baldur Blöndal 27. mars 2008 kl. 06:15 (UTC)[svara]
Ég hélt að það væri eitt af því sem gerði hugmyndina aðlaðandi, að það væri um svo margt að velja enda matarmenning svo margvísleg... En svo þarf ekki bara að skrifa um rétti, heldur einnig hráefnið. Kartöflugreinin tókst vel. Það væri verðugt markmið að auka á fjölbreytni í umfjöllun um hvers kyns matvöru og skila 2-3 gæðagreinum af okkur eftir mánuðinn, hvort sem þær eru um hráefni eins og maís, hveiti eða kaffi, matvöru eins og jógúst eða feta-ost, (þjóðlega) rétti eins og skyr, gúllas eða humarsúpu eða jafnvel skrásett vörumerki eins og Cheerios, Pepsi eða Lindt-súkkulaði. --Cessator 27. mars 2008 kl. 06:46 (UTC)[svara]
Lindt súkkulaðir er gott er það ekki.. jú þetta hljómar vel. --Baldur Blöndal 27. mars 2008 kl. 07:03 (UTC)[svara]