Wikipediaspjall:10 ára afmæli íslensku Wikipediu

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samfélagsmarkmið[breyta frumkóða]

Ég legg til að við setjum okkur metnaðarfull en raunhæf markmið til þess að ná fyrir 5/12/2013. Það hefur verið frekar hægur gangur í nýjum greinum undanfarið. Þeim hefur fjölgað um u.þ.b. 3000 frá sama tíma í fyrra. Að bæta við 5000 og reyna þannig að ná 40.000 greinum fyrir tímamótin er varla óraunhæft. A bæta efnið sem fyrir er á vefnum er ekki síður mikilvægt. Útvaldar gæða- og úrvalsgreinar eru hlutfallslega mjög fáar, það er í raun ekki svo mikil vinna að tvöfalda þann fjölda. Ef það deilist niður á marga er það vel raunhæft. Hreingerning greina sem þarfnast athygli og lenging stubba er eitthvað sem erfiðara er að gera sér grein fyrir, það er örugglega mjög misjafnlega mikil vinna sem fer í það. Það þarf að ná verulega niður fjöldanum sem er merktur með hinum ýmsu sniðum vegna vandamála. --Bjarki (spjall) 5. desember 2012 kl. 21:58 (UTC)[svara]

Já, þetta er kannski bara ágætis tilefni til að fara gera gagn aftur. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. desember 2012 kl. 22:46 (UTC)[svara]
Annað sem gæti fallið undir samfélagsmarkmið er tiltekt og viðbætur á efninu sem er í Wikipedia- og hjálparnafnrýmunum. Þetta er dálítið óreiðukennt eins og er. Það er eitthvað um tvítekningar á s0mu hlutunum og margar síður, sérstaklega í WP nafnrými, sem eru illa tengdar. --Bjarki (spjall) 10. desember 2012 kl. 10:00 (UTC)[svara]
Sammála. Það þarf að laga mjög til í Wp og Hjálp-nafnarýmunum (ég hef ákveðið að notast við nafnarými, frekar en nafnrými eftir að hafa spurst álits hjá tölvuorðasafninu). Það var ekki einu sinni til Wikipedia:Nafnarými (eða Wikipedia:Nafnrými) fyrr en í dag, þegar Bjarki dreif í því. --Jabbi (spjall) 10. desember 2012 kl. 16:03 (UTC)[svara]
Stubbar eru nú í heildina talið um 14.500. Segjum að samfélagsmarkmiðið sé að þeir verði ekki fleiri en 13.500 á afmælisdeginum.--Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 14:12 (UTC)[svara]

Bókafídus[breyta frumkóða]

Eitt sem er mjög sniðugt varðandi ensku wikipedia er að notendur geta búið til sínar bækur og fengið þær út á epub eða pdf formi. Þetta er mjög einfalt að nota. Ég fór á kynningu á þessu á Wikimania í Haifa og talaði við manninn sem bjó til þessa viðbót og hann lýsti fyrir mér hvernig við gætum sett það upp hérna. Það er víst frekar einfalt. Ég er nú alveg búin að gleyma hvað þurfti að gera (skrifaði það niður einhvers staðar) en núna upp á síðkastið þá hef ég verið að spá í rafbókavæðingu og þá séð að þetta er tekið sem gott dæmi um nýstárlega bókasmíði þ.e. bókin verður til þegar notandinn býr hana til. Notandinn getur t.d. verið kennari sem er að útbúa námsgögn og sækir gæðagreinar á wikipedíu fyrir skilgreiningar og bætir svo við sínu eigin námsefni. Það gæti verið sniðugt í tilefni afmælisársins að setja upp og prófa svoleiðis á íslensku wikipedía (aðalvandamálið er að það þyrfti að vera meira af vönduðum efnismiklum greinum). Sting um á þessu sem einu litlu afmælisviðburð/verkefni - til að vekja athygli á hver framúrstefnulega wikipedia er varðandi rafbækur. --Salvor (spjall) 7. desember 2012 kl. 17:56 (UTC)[svara]

Allt í lagi. Á þá að leyfa sjálfkrafa staðfestum notendum að búa til bækur eins og á wikiheimild eða nota aðrar stillingar ?--Snaevar (spjall) 7. desember 2012 kl. 18:42 (UTC)[svara]
Já er það ekki bara? Ég var að fikta í þessu í gær á enskunni og þetta lítur vel út.--Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 14:05 (UTC)[svara]

Afmælisfögnuður[breyta frumkóða]

Það sem varðar afmælisdaginn sjálfan:

  • Málþing eða formleg samkoma af einhverju tagi
  • Wikiverðlaun?
  • Wikimedia samtök á Íslandi stofnuð formlega?

Ég legg til að við skoðum nánari samvinnu við Skanwiki samstarfið á meta. --Jabbi (spjall) 5. janúar 2013 kl. 23:05 (UTC)[svara]

Það er skoðandi. Það virðist samt vera voðalega lítil virkni þar.--Bjarki (spjall) 6. janúar 2013 kl. 13:15 (UTC)[svara]

Fjölgun notenda[breyta frumkóða]

Í óútkominni meistararitgerð minni kemst ég m.a. að þeirri niðurstöðu að frá haustinu 2008 hafi dregið úr vexti íslensu Wikipediu, þvert á það sem maður myndi ætla (netnotkun mjög útbreidd á Íslandi). M.a. er því mikilvægt að fjölga virkum notendum, og fáir notendur skipta sköpum, Bjarki hefur lyft grettistaki á undanförnum vikum. Ég legg því til að stefnt verði að einhverskonar félagsskap (Wikipedia:Wikimedia Ísland) til þess að vinna markvisst að uppbyggingu Wikipediu. Það sem slíkt félag gæti staðið fyrir væri m.a. að útbúa auglýsingar (plaköt sem á stendur "Vertu hipp og kúl á íslensku Wikipediu!" eða eitthvað í þeim dúr, sem hæfir markhópnum) og hengja upp á opinberum stöðum (skólum, sundlaugum, bókasöfnum, o.s.frv.). Hins vegar gæti félagið staðið fyrir kynningum eða inngangsnámsskeiðum, t.d. í samvinnu við menntamálaráðuneytið, ákveðna skóla, Mími símenntun, o.fl. kæmi sjálfsagt til greina. Ég tel það mjög mikilvægt að stefna að aukningu notenda. --Jabbi (spjall) 5. janúar 2013 kl. 23:13 (UTC)[svara]

Það er í samræmi við mína tilfinningu að það hafi orðið einhverskonar þáttaskil á árinu 2008 þar sem hægði talsvert á vexti íslensku Wikipediu. Bara hvað sjálfan mig varðar þá voru þáttaskil í mínu lífi á þeim tima sem voru til þess að ég hafði minni tíma og áhuga til að sinna Wp en áður. Fleiri virkir notendur virðast hafa dregið sig í hlé á þessum tíma eða í það minnsta dregið verulega úr sinni virkni. Við erum svo smátt samfélag að það munar verulega um hvern einasta virkan notanda. Þó að við ættum bara einn Cessator eða Akigka til viðbótar þá myndi það hafa talsverð áhrif á vaxtarhraðann. Þess vegna er það alveg rétt sem þú segir að það þarf að vera forgangsatriði að fjölga notendum. Það er atriði sem ég hef haft á bakvið eyrað í því sem ég hef verið að gera síðustu vikurnar. Það sló mig dálítið þegar ég fór að kynna mér stöðuna fyrir rúmum mánuði að það virtist ekkert hafa breyst í notendahjálpinni og Wp: nafnarýminu. Við getum ekki ætlast til þess að breyta mörgum lesendum í virka notendur ef hjálparefnið er samhengislítið á víð og dreif og jafnvel úrelt. Við þurfum líka fjölbreyttari hóp notenda. Virkir notendur á Wikipediu á heimsvísu eru í stuttu máli flestir ungir, tæknilega sinnaðir karlmenn og það hefur líka átt við á íslensku Wikipediu. Í einsleitum hópum er alltaf hætta á því að fólk gleymi því að það eru ekki allir eins. Ég held t.d. að við sem erum virkir notendur sem hafa lifað og hrærst í Wikiumhverfi í mörg ár áttum okkur ekki alltaf á því hvað þröskuldurinn til þess að taka þátt er hár fyrir þeim sem eru ekki tölvugúrú. Á mínum langa todo lista er það næst í röðinni að koma betra skikki á notendahjálpina. Á þessu ári verður líka tekinn í notkun nýr textaritill sem á að lækka tækniþröskuldinn frekar og gera notendum kleift að breyta síðum þó að þeir þekki ekki wikimálið.
Það þarf líka að rækta þetta samfélag, taka vel á móti nýliðum, hrósa notendum fyrir það sem vel er gert og reyna að vinna gegn því að notendur brenni út og hætti. Stofnun Wikimedia Ísland gæti breytt miklu þar. --Bjarki (spjall) 6. janúar 2013 kl. 14:08 (UTC)[svara]