Fara í innihald

Wikipedia:Potturinn/Safn 6

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 5 | Safn 6 | Safn 7


Enska Wikipedia

Hæhæ. Eru þið að skrifa inn á ensku wikipedia? Datt í hug að benda á nýtt userbox sem ég bjó til. Kanski vilji þið tjekka á stafsetningavillum? Template User wikiis Takk :) --Steinninn 20:09, 13 febrúar 2007 (UTC)

Er búinn að laga lítilsháttar villur, og bæta þessu inn á mitt notendasvæði. Flott hjá þér ;] --Baldur Blöndal 22:47, 18 febrúar 2007 (UTC)

Skáletrun

Hæ hæ og hó hó. Skrítið að það sé engin umræða búin að vera hér í fimm daga, svona næstum. Leifið mér að koma ykkur aftur í gírinn. Ég er viss um að það er eitthverstaðar ritað niður hvar á að hafa skáletrun og hvar ekki, en ég bara finn það ekki. Er ég alveg galinn eða bara of þreittur til að finna það? Ég er allavega ekki alvega að skilja þetta. Alltaf kemur eitthver inn og skáletrar textann minn. Persónulega finnst mér skáletrun ljót hefð, en ef það er eitthver sérstakur ritháttur hér á Wikipediu þá skal ég reyna að beita mér eftir henni. --Steinninn 03:16, 18 febrúar 2007 (UTC)

Veit ekki hvað það er sem þú hefur í huga en ég skáletra alltaf bókatitla og titla annarra rita (tímarita, dagblaða o.s.frv.) og líka alltaf latínu þegar henni er skotið inn í annan texta, eins og er almenn venja að gera. --Cessator 06:03, 18 febrúar 2007 (UTC)

Help needed to do the right thing with an Image

Hello to all contributors from Iceland. Sorry if I write in english in your section, but I didn't know how to contact you otherwise. I just uploaded Image:Seljalandsfoss front.jpg, but I got lost in your category tree, and have no idea about which category is the best for my picture, and the same for the gallery in which I should link it. Could you please help me? Feel free to edit the Picture description page, to type in the correct category. Thank you, Smark

We use Commons almost exclusively for our images, the category there would be this one. --Stalfur 21:54, 18 febrúar 2007 (UTC)

mynd inn á síðu um hljómsveit

hvernig set ég inn mynd af hljómplötu með The Best Hardcore Band In The World inn á síðuna, eða jafnvel inn á síðu um plötuna sjálfa Má bjóða þér lán? myndin er hér http://is.wikipedia.org/wiki/Mynd:Tbhcbitw-ma_bjoda_ter_lan.jpg Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Draugurinn (spjall | framlög)

Skoðaðu hvernig ég gerði á The Best Hardcore Band In The World og Má bjóða þér lán?. Svindlsíðan er líka góð þegar maður er í vafa hvað á að gera. :) --Jóna Þórunn 10:15, 20 febrúar 2007 (UTC)

Javascript villa

Það er einhver böggur í javascript-kóðanum þannig að stjörnumerking fyrir FA og GA iw tengla virkar ekki og sömuleiðis fellirammarnir.. . Áttar sig einhver á villunni? --Akigka 21:44, 24 febrúar 2007 (UTC)

Sé samt ekki að neitt hafi breyst. Kannski er þetta bara eitthvað flýtiminni sem á eftir að hreinsast út... --Akigka 21:48, 24 febrúar 2007 (UTC)

Þýðingar

Mig langar til að spurja hvort eitthver Admin sé til í að þýða tvö smávægileg athriði. Í fyrsta lagi, ef maður er óinnskráður og fer inn á síðu sem er bara fyrir innskráða (td vaktalistinn) þá kemur eftirfarandi ensk skylaboð:

Óinnskráð(ur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to: navigation, leita
Please log in to view or edit items on your watchlist.

Og svo þegar maður fer inn í enska wikpedia, fer inn í my preferences og breitir yfir í íslensku þá breitast flest skylaboð fyrir á íslensku. Eina sem ég tek eftir að breitist ekki er einmitt "my preferences" hnappurinn, sem við vitum öll að ætti að vera "stillingar". Já, svona er þetta krakkar mínir. Látið mig vita hvernig þetta fer. --Steinninn 13:44, 27 febrúar 2007 (UTC)

Spurning um að þýða allar meldingarnar. Það tekur sinn tíma. --Jóna Þórunn 15:04, 27 febrúar 2007 (UTC)

Tilvísun í heimildir í úrvalsgreinum

Í desember síðastliðinn kom fram sú hugmynd að auka kröfur um tilvísun í heimildir í úrvalsgreinum. Þá er átt við að í meginmálinu skuli vísa í heimildirnar sem eru í heimildaskránni (ef vel á að vera er ekki nóg að geta bara heimilda í heimildaskrá). Fyrst var lagt til að gefa þessu mánuð en svo var fallist á þrjá mánuði en að þeim tíma liðnum myndum við endurmeta þær úrvalsgreinar sem til eru og lækka þær greinar í tign sem standast ekki kröfurnar og gera þær að gæðagreinum. Nú er um það bil vika eftir af þessum þremur mánuðum og því tímabært að minna á þetta ef okkur er alvara með þessu. Eftirfarandi greinar vísa ekki í heimildir (en hafa sumar heimildaskrá, aðrar ekki): Flórens, Portúgal, Vestmannaeyjar, Inkaveldið, Jörundur hundadagakonungur, Morðbréfamálið, Þrjátíu ára stríðið, Stóra bomba, Mýraeldar, Davíð Oddsson, Mani pulite, Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, Lofsöngur, Matarprjónar, Shōgi, Körfuknattleikur, Rafhlaða og Niels Henrik Abel. Í eftirfarandi greinum þarf að aðgreina heimildaskrá og tilvísanir í heimildirnar í skránni: Malaví. Greinin Ágústus hefur í meginmálinu tilvísanir í heimildirnar í heimildaskránni en þarf mun fleiri tilvísanir.

--Cessator 03:11, 1 mars 2007 (UTC)
Það er andskotans synd að missa þessar greinar niður um gæðaflokk en svona er það þegar fólk vandar ekki vinnubrögðin. Það er mikið mál að fara í gegnum allar greinarnar og heimildaskránar til að hengja við tilvísanir á rétta staði :( --Jóna Þórunn 09:37, 1 mars 2007 (UTC)
Gerum þær allar að gæðagreinum :) Hiklaust. Ég ætla samt að reyna að bjarga morðbréfamálinu áður en fresturinn rennur út... --Akigka 10:08, 1 mars 2007 (UTC)
Ég vona að Malaví sé nógu vel unnin. Ályktanir? --Jóna Þórunn 10:10, 1 mars 2007 (UTC)
Mér finnst þetta persónulega snyrtilegt svona. Núna er aðalvandinn sá sami og í greininni um Ágústus, það mættu vera fleiri tilvísanir. En það er auðvitað ekki eins brýnn vandi og steðjar að öðrum greinum sem hafa ekki einu sinni einfalda heimildaskrá, hvað þá styðja einstakar fullyrðingar með tilvísunum í heimildirnar. --Cessator 12:55, 1 mars 2007 (UTC)
Já, það væri nefnilega andskotans synd og það er einmitt mikið mál að gera þetta. --Cessator 12:55, 1 mars 2007 (UTC)
Verðfelldir allar nema Malaví, Ágústus og Mýraeldana, enda uppfylla þær (vonandi) kröfurnar. --Jóna Þórunn 21:50, 18 mars 2007 (UTC)

„Auglýsingatenglar“

Í dag hefur verið dritað inn tenglum á islandsmyndir.is, sem er myndasafn að hluta til opið og að hluta lokað svo borga þarf aðgang mánaðarlega. Einhverjar ályktanir frá ykkar hálfu? Persónulega þykir mér þetta ekki sniðugt enda á WP ekki að vera auglýsingabæklingur. --Jóna Þórunn 09:45, 1 mars 2007 (UTC)

Ég er á því að taka þetta út, enda er þessi aðili að nota wikipediu til að búa til umferð á vefinn sinn með þessu. Þætti gott að heyra fleiri sjónarmið samt. Kannski bætir þetta einhverju mikilvægu við efni greinanna, t.d. þar sem ekki eru til neinar myndir af viðkomandi fyrirbæri - eða hvað?. --Akigka 10:07, 1 mars 2007 (UTC)
Hér eru fleiri tenglar sem hafa lifað leeeengi. --Jóna Þórunn 13:08, 1 mars 2007 (UTC)

Stubbamerking og önnur snið

Þegar grein er merkt sem stubbur kemur texti sem segir að hún sé ekki í undirflokki þó svo það eigi sjaldnast við. Mér sýnist menn og konur aðallega nota stubbamerkingu þegar texti er stuttur og ekki gera efninu skil en frekar hreingerningarsniðið þegar vantar flokk og iw og fleira. Mætti ekki snyrta þennan sniðtexta þannig að hann passi betur? --Óli Ágúst 11:26, 6 mars 2007 (UTC)

Stubbatextanum var breytt um daginn til að koma undirstubbunum fram á sjónarsviðið. Persónulega er ég á móti því að það standi að stubburinn hafi ekki verið settur í undirflokk því það á ekki alltaf við og því að mér finnst óþarfi að búa n mörg stubbasnið sem eiga við misjafnlega þröngt efni. Dæmi eru til um mjög þrönga stubbaflokka þar sem í mesta lagi koma 5 greinar í flokkinn (og strangt til tekið eiga svo litlir flokkar ekki rétt á sér). --Jóna Þórunn 11:31, 6 mars 2007 (UTC)
Já, það er rétt að það komi skýrt fram að það er ekki átt við með þessu að greinin sé óflokkuð, heldur að stubburinn hefur ekki enn verið settur í sérstakan stubbaflokk, t.d. Náttúruvísindastubbar. En það er alveg rétt að þetta orðalag býður upp á misskilning. Og svo er það líka alveg rétt sem Jóna bendir á að það þarf ekki alltaf að setja alla stubba í sérstaka stubbaflokka. Ef einungis má búast við 5 eða jafnvel 10 greinum í þennan tiltekna stubbaflokk, þá á hann varla rétt á sér. --Cessator 14:47, 6 mars 2007 (UTC)
Já, orðalagið er hugsanlega ekki alveg nógu skýrt, en markmiðið með því að nota stubbaundirflokka er að hægt sé að skoða tiltekna flokka stubba og hugsanlega útvíkka eitthvað sem viðkomandi hefur þekkingu og áhuga á. Eins og staðan er í dag eru vel yfir þúsund "óflokkaðir" stubbar í kerfinu og engar líkur á því að nokkur maður muni skoða þann flokk og finna þar grein sem honum finnst að mætti vera ítarlegri, og útvíkka í kjölfarið. Magnús Þór 10:28, 13 mars 2007 (UTC)
Það er rétt, en það borgar sig samt ekki að búa til of þrönga stubbaflokka, heldur reyna fyrst að flokka þá í einn þeirra flokka sem eru nú þegar til. Það væri t.d. út í hött að búa til stubbaflokkinn „stubbar sem varða áviágrip framsóknarmanna sem eru fæddir á 6. áratug 20. aldar“. Ég er eiginlega viss um að margir stubbar sem eru óflokkaðir núna myndu alveg passa inn í einhvern af þeim undirflokkum sem við höfum og það er betra að byrja á því. Ef við ætlum að búa til sérstaka undirflokka fyrir einhverja tegund stubba, þá borgar sig líka að hafa flokkinn nógu breiðan og almennan til að tryggja að það verði ekki bara þrír stubbar í honum. --Cessator 18:14, 13 mars 2007 (UTC)

Villa í js

I IE7, sem ég nota venjuega ekki, er tilkynnt um villu í línu 35 í Common.js. (geta aðrir athugað hvort þeir fá villumeldingar í ie?)

ta['n-Potturinn']    = new Array(,'Almennar umræður um Wikipediu');

svona lítur sú lína út ég get greint frá því að komman á eftir opna sviganum er ein ástæða til villumeldingar. en hvaða gildi á að koma þar veit ég ekki. þess vegna bara tómt gildi = ''. getur einhvern lagað þetta til eða sagt mér hvernig ég get nálgast og fiktað í þessari ágætu js skrá? --Jabbi 16:10, 10 mars 2007 (UTC)

Ætli þú hafir ekki lagað þetta? :) --Jóna Þórunn 14:28, 12 mars 2007 (UTC)

Þýðingarforit

Heyrðu, er nokkuð til eitthvað forit sem þýðir heilan texta frá íslensku yfir í ensku. Hef fundið fullt af foritum sem þýða úr þekktum tungumálum þessi síða þýðir til dæmis frá japönsku fyrir í ensku og öfugt. Veit eitthver um svona síðu sem þýðir okkar íslenska mál. Sem sagt, heilu textana. Ég veit að þetta er ekkert fullkomið. Það er auðvelt að prufa það með því að láta foritið þýða yfir á ensku og til baka. Textinn breytis mjög. En það er hægt að hafa þetta svona til hliðsjónar. Takk --Steinninn 14:24, 12 mars 2007 (UTC)

Held það sé ekkert forrit til sem er þýðir að einhverju gagni. Íslenskan er bara of flókin og skemmtileg. --Jóna Þórunn 21:44, 13 mars 2007 (UTC)

Tölvunarfræði

Ég vil endilega lýsa ánægju minni á því hvað tölvunafræðingar eru að skrifa margar góðar greinar þessa dagana. Það vantaði :) --Jóna Þórunn 21:44, 13 mars 2007 (UTC)

Normania 2007

Uppi var hugmynd um að halda svokallað Normania (þá dregið af Norsk Wikimania) í Noregi í sumar en áhuginn reyndist vera lítill. Þess vegna stakk ég upp á að halda slíkt hér á landi undir yfirskriftinni Nordisk Wikimania og bjóða frændum/frænkum okkar á Norðurlöndum. Gróflega áætlað þá verður ráðstefnan á Suðurlandi helgina 13. til 15. júlí nk. Boðið verður upp á fyrirlestra um Wiki-tengd efni, samkomur ýmsar og uppákomur.

Enn sem komið er er ég bara að skoða verð og hentuga staði áður. Er aðeins búin að skoða áhuga og margir eru jákvæðir; það á bara eftir að reyna á hve margir stíga upp í flugvélina ;). Hvað segið þið Íslendingar, einhver áhugi héðan og er einhver sem vill halda fyrirlestur, húslestur eða trúðsframkomu? --Jóna Þórunn 22:11, 16 mars 2007 (UTC)

Ég gæti hugsað mér að mæta allavega. --Bjarki 22:05, 19 mars 2007 (UTC)
Ég gæti alveg hugsað mér að mæta, ef einhver skemmtiatriði vantar gæti ég mögulega spilað eitthvað á píanóið. Hver veit? =D --Baldur Blöndal 22:26, 19 mars 2007 (UTC)
Skal bæta því við í skissuna mína. --Jóna Þórunn 14:30, 20 mars 2007 (UTC)
It seems like there will be no Normania/Ismania this summer. Hopefully there will be something like this next year. Jeblad 20:44, 22 apríl 2007 (UTC)

is.wikipedia.org Auglysingar?

Hæ. Ég var að hugsa um e-hv. Margt fólk hérna á Íslandi (eða íslendingar í útlöndum) hefur ENGA hugmýnd að það er Wikipedia á íslensku. Ég held að við eigum að búa til auglysinga á RUV.is eða e-h á sjórnvarpið. Ég meina, Meta-Wikipedia kannski ætlar að hjálpa okkur ef við spurjum þeim, rétt? Mér líður illt að við virkjum mikið og mikið á wikipediu og ekki mikið fólk er að nota þess. Ef það er of dýrt eða bara ekki realistic, þá kannski ég skal búa til myndbönd á Youtube og Google:Video og við getum gert e-h með það. Nokkurn hérna vil að hjálpa? --Ice201 22:20, 19 mars 2007 (UTC)

Já, sniðug hugmynd og það er slatti af fólki sem veit ekki af Wikipediu en auðvitað vita líka margir af því. Ég held að það sé of dýrt að láta auglýsingu í sjónvarpið en maður getur náttúrulega látið myndbönd inná YouTube eða Google Video en ég held að flestir eða margir sem skoða þær síður reglulega viti af Wikipedia bara noti hana ekki, eða bara spurt blöðin um að gera grein um Wikipedia, eða gera hana sjálfur og biðja þau um að birta hana :D. --Nori 22:00, 20 mars 2007 (UTC)
Fimmtudaginn 1. mars sl. birtist grein í Sunnlenska fréttablaðinu um WP undir yfirskriftinni „Fræðigreinar í þúsundavís“. Mogginn er líka að skrifa eina grein sem (vona ég) birtist um næstu helgi. --Jóna Þórunn 22:03, 20 mars 2007 (UTC)
Er Moggagreinin búin að birtast? (er í Texas og les ekki íslensku blöðin núna) --Salvör Gissurardóttir 09:48, 26 mars 2007 (UTC)
Er ekki í áskrift að mogganum þannig gæti einhver svarað því hvort hún er búin að birtast? :) --Nori 14:02, 27 apríl 2007 (UTC)
Spurning um að reyna að fá blöðin til að skrifa frétt í tilefni þess að greinar eru núna 14 þúsund. --Cessator 22:15, 20 mars 2007 (UTC)
Núna vantar bara 174 greinar í að 15 þúsund greina múrinn verði rofinn. Það er mjög sennilegt að það gerist á næstu tveimur vikum. Kannski ætti einhver að benda blöðunum á það? --Cessator 14:07, 27 apríl 2007 (UTC)

Grein á In These Times

Hið ágæta vefrit In These Times (sem Kurt Vonnegut skrifar stundum á) er búið að birta áhugaverða grein Is Wikipedia the New Town Hall? eftir Patriciu Aufderheide, prófessor í fjölmiðlafræðum.--Jabbi 14:26, 20 mars 2007 (UTC)

Wikihittingur í páskafríinu

Sæl veriði.

Jóna Þórunn var að stinga upp á því við mig að við Wikifólkið myndum hittast eitthvað í páskafríinu, jafnvel að kíkja út að borða eða eitthvað. Það væri gaman. Spurningarnar eru: Hvar, hvenær, og hverjir myndu koma?

Ég held að þetta Wikifrí mitt sé orðið allt of langt, en vantar smá vítamínsprautu. Þetta gæti verið tilvalið!

Smári McCarthy 14:32, 20 mars 2007 (UTC)
Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki viss hvenær páskarnir eru, en ég held að ég sé alveg laus og gæti vel verið að ég mæti. Yrði þetta þá bara á kaffihúsi eða á veitingarstað? --Baldur Blöndal 15:34, 20 mars 2007 (UTC)
Páskadagur er 9. apríl; páskafríið er þá væntanlega vikuna áður. Seinast vorum við á Kaffi Viktor, sem ég myndi kalla kaffihús/veitingastað/skemmtistað. Kaffihús eða veitingastaður er líklegasti staðurinn held ég. --Jóna Þórunn 16:55, 20 mars 2007 (UTC)
Páskatónleikar hjá mér þann 2. apríl, kæmist líklega ekki þá ef einhverjum er sama. ;) --Baldur Blöndal 18:25, 20 mars 2007 (UTC)
Sting upp á seinnipart þriðjudags eða miðvikudags 3. eða 4. apríl; ætla helst að vera komin upp í sveit eftir það. Hverjir kæmust þá og hvaða tími myndi annar henta? --Jóna Þórunn 14:23, 22 mars 2007 (UTC)
Ég gæti alveg hugsað mér að mæta. Fínt að kíkja aðeins suður og fá sér hreysikattarkaffi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:22, 22 mars 2007 (UTC)
Ég bý erlendis svo ég kemst ekki. --Cessator 21:53, 22 mars 2007 (UTC)
Ég er núna í Texas og kem ekki til Íslands fyrr en 6. apríl þannig að ég kemst ekki fyrir þann tíma --Salvör Gissurardóttir 09:47, 26 mars 2007 (UTC)
Ég get mætt eiginlega hvenær sem er (nema reyndar seint 2. apríl), but I'm game. --Baldur Blöndal 23:35, 26 mars 2007 (UTC)
[breyting] Kannski 4. apríl klukkan 16:00? --Baldur Blöndal 23:37, 26 mars 2007 (UTC)
Þægilegt fyrir mig að hafa þetta föstudaginn eða laugardaginn, upphaf páskarfrísins, þá hef ég far suður. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:42, 27 mars 2007 (UTC)
Lýst ágætlega á föstudaginn, þó betur laugardag sem Friðrik nefnir. Stuttur fyrirvari en ég er að fara suður eftir hádegi föstudag og ætla að reyna að ná í skottið á rúningnum. Annars er ég líka laus fyrripart næstu viku. --Jóna Þórunn 13:45, 27 mars 2007 (UTC)
Kemst ekki 31. mars, ef lögfræðingar væru rokkstjörnur þá væri ég að fara á rosalega tveggja daga tónlistarhátið um helgina. Um að gera að grúppíast eitthvað. --Bjarki 17:34, 28 mars 2007 (UTC)

Laugardagur 31. mars

Það er erfitt að skipuleggja slíkan hitting en ég held við stílum á laugardaginn nk. til að það henti þeim sem koma lengst að. Skrifið endilega undir ef þið komist. Hafði hugsað mér að finna rólegan veitingastað þar sem hægt er að spjalla í friði án þess að vera rekin út. Ævar stakk upp á sama stað og síðast, persónulega líst mér ágætlega á það. --Jóna Þórunn 22:12, 27 mars 2007 (UTC)

Uss, hvað er verið að gera mér upp hérna?:)
Kaffi Viktor var ágætur að því leiti að það voru fín sæti þar og ágæt aðstaða til að talast við. En það væri örruglega hægt að gera betur, ekki að ég sé með neinar uppástungur enda voða lítið niðri í bæ. -Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:51, 28 mars 2007 (UTC)

Þeir sem hugsanlega mæta:

  1. Jóna Þórunn 22:12, 27 mars 2007 (UTC)
  2. Ævar
  3. Smári
  4. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:38, 30 mars 2007 (UTC)
  5. Gummi (Gdh) kemur.
  6. Baldur

Ætlum að hittast á Kaffi Viktor við Ingólfstorg kl. 16.00 laugardaginn 31. mars. Komi þeir sem koma vilja :) — Jóna Þórunn 18:42, 29 mars 2007 (UTC)


Takk fyrir góðan hitting öllsömul. Margt áhugavert rætt og þrátt fyrir að hafa setið þarna í tæpa fimm tíma þá komumst við varla yfir neitt af þeim umræðuefnum sem virðast liggja okkur á hjarta. Víííí! —Smári McCarthy 23:22, 31 mars 2007 (UTC)

Já takk sömuleiðis. :) Þetta var bara skemmtilegt, væri alveg til í að hittast aftur einhverntíman í bráð? --Baldur Blöndal 01:39, 2 apríl 2007 (UTC)
Æjj, svo sæt. Það er eins og við erum bara stór fjöskyldan! :) Ef ég var á Íslandi, ég ætlaði að koma. Vóna að það var ýndislegt! :) --Ice201 01:55, 2 apríl 2007 (UTC)
Þykir leitt að ég komst ekki. Var að slást við fjögurra kílóa kindalæri af Ströndum með meðlæti allan seinnipartinn. Er kannski von til þess að einhver setji inn punkta frá fundinum? --Akigka 10:54, 2 apríl 2007 (UTC)
Það var ekki mikið merkilegt blaðrið á okkur – WP bar hvað minnst á góma. Töluðum um látna menn, frjálshyggju, hagfræði, eiturlyf, lélegan Mediawiki-parser og hitt og þetta. — Jóna Þórunn 12:05, 3 apríl 2007 (UTC)
Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt. Eins og Jóna sagði töluðum við ekki mikið um Wikipedia, ég minntist á þetta á fundinum og Smári svaraði um hæl, ef ég man rétt, að þetta verkefni snérist um að afla þekkingar svo að það væri vel við hæfi að ræða um allt milli himins og jarðar. Ég er algjörlega sammála því. Enda er tilgangur þessara funda kannski fyrst og fremst að hitta þessa einstaklinga sem maður ræðir svo mikið við í eigin persónu. Ég held þetta auðveldi samskipti, auki samstöðu og kyndi undir áhuga. Ég mæli með því að gera þetta að árlegum viðburði. Ef menn vilja ræða Wikipedia sérstaklega þyrfti kannski að skipta þessum fundi upp í tvo liði, annars vegar svona hitting þar sem allir kynnast og verða ófeimnir og hins vegar formlega fund þar sem fyrirlestrar, ræður og samræður með fyrir fram ákveðnu umræðuefni fara fram. Mér þykir þó fyrri hlutinn skipta miklu meira máli ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:51, 3 apríl 2007 (UTC)

Já er ekki stemming fyrir því að gera þetta að aðeins reglulegri viðburði? Þyrfti ekkert að vera neitt umstang í kringum þetta. Hittast bara á einhverju kaffihúsi eins og gert var núna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:45, 3 apríl 2007 (UTC)

hnikill and nikkel

Hello.

I am a contributor of it.wiktionary and I am fond of Etymology. According to most sources, the word "nikkel" is from the Swedish word "nickel" who was some kind of creature living in mines; this meaning of Swedish word "nickel" in turn is (directly or indirectly through the German word "Nickel", same meaning) related to the Icelandic word "hnikill", same meaning, according to this source. Unfortunately I could not go any further in my investigations.

I already asked for help on the Icelandic wiktionary and they told me to ask for help here on Icelandic wikipedia. So here I am: can you please help? I hope you can.

Best regards, --w:it:Utente:Achillu 16:21, 20 mars 2007 (UTC)

As Spacebirdy said on wiktionary; hnikill means a ball of thread e.g. wool. I wonder whether this swedish creature nickel is the same creature that norwegians call nøkken - which is the same as the icelandic nykur. --Jóna Þórunn 17:00, 20 mars 2007 (UTC)
Oh... thanks the same and nevermind.
Anyway this Swedish "nickel" creature is not a "nykur" for sure; according to this other source it is something like "demon, goblin, rascal"; the Italian source says "dwarf creature of the mines" and other sources say just "goblin".
Incidentally, Etymonline claims that "Nickel" in German is related to "Nikolaus" and says nothing about Icelandic word "hnikill".
Regards, --w:it:Utente:Achillu 14:01, 26 mars 2007 (UTC)
A ball of (woolen) thread is in Icelandic hnykill, not hnikill. --Mói 15:55, 26 mars 2007 (UTC)

Stubbasnið

Legg hérna fram tillögu að breyta öllum stubbasniðum og gera þau minni en breiðari. Setti fram breytingatillögu á Snið:Landbúnaðarstubbur sem hægt er að skoða. Persónulega finnst mér þau mun fallegari á þennan hátt en aftur á móti taka þau „meira pláss“ ef í greininni er snið sem nær lengra niður en greinatextinn. Þá vill þetta draga greinina svolítið niður. Sjá t.d. kvikmyndastubba sem hafa langa töflu til hægri og stubbasniðið fer eins hátt og það getur; alla leið upp að textanum - óháð því hversu stór taflan er.

Vildi viðra þessa hugmynd og sjá hvort hún sé eitthvað sem er gagnlegt eða hvort ég sé endanlega að skjóta mig í fótinn. Auðvitað þyrfti að breyta common.css til að fá inn class'a, en það er minnsta má í heimi. --Jóna Þórunn 20:40, 20 mars 2007 (UTC)

Mér finnst stubbasniðin reyndar fín eins og þau eru. Eru einhverjar ástæður aðrar en fagurfræðilega fyrir því að minni, breiðari snið séu betri? --Cessator 22:20, 20 mars 2007 (UTC)
Finnst þau hálf „svífandi“ þegar þau eru svona samanklemmd. Hugsunin var líka að breyta sniðunum þannig að það væri hægt að hafa mörg snið í einu - sem þá þylja upp á hvaða sviðum greinin er stubbur. {{Stubbur|Æviágrip|Tónlist|Kvikmynd|...}} myndi framkalla eitt snið í stað n margra sniða. Það á bara eftir að komast í kringum málfræðivandamálið sem er Þrándur í götu eins og er. --Jóna Þórunn 22:23, 20 mars 2007 (UTC)
Já, það væri svo sem ágætt að geta haft mörg snið í einu. En hvert er málfræðivandamálið nákvæmlega? --Cessator 23:47, 20 mars 2007 (UTC)
Þetta er eitthvað með þolfallsbeygingar; verð að hugsa um það þegar ég hef betri tíma. --Jóna Þórunn 11:15, 22 mars 2007 (UTC)
Þú tekur kvikmyndastubbin sem dæmi. Mér finnst nú eiginlega bara að hann sé meyra áberandi þarna uppi, strax á eftir greinninni (sem er oft mjög mjög stutt, þökk sé mér). Þá sér fólk hann fyrr og ef heppnin er með okkur þá fer það að skrifa eitthvað við greynina? Mín skoðun. --Steinninn 15:28, 10 apríl 2007 (UTC)
Ég breytti kvikmyndatubbinum fyrir þig Jóna mín. --Steinninn 22:06, 3 maí 2007 (UTC)

Að skrifa einfalda nýja grein

Í þræði 31 (Íslensk áhersla) ræddum við svolítið um hvernig maður gæti lokkað fleiri til við skrifa greinar í íslenska Wikipedia.

Við erum ekki svo ýkja mörg á landinu, og enn færri sem skrifa greinar hingað. Það verður því að koma til móts við þá sem hafa þekkinguna, en vilja ekki setja sig inn í alla þá möguleika og flækjur sem lýst er í núverandi hjálparefni.

Það vantar stutta og einfalda grein, sem fjallar um hvernig maður skrifar einfaldar greinar með áherslu á innihaldið (þekkinguna) í stað tæknilegu þáttanna.

Nú er ég búinn að skrifa hjálparsíðuna "Að skrifa einfalda nýja grein". Hún spannar allt það merkilegasta á 2 prentuðum síðum (það má ekki vera mikið meira) og vísar síðan í alla venjulega hjálpattextana. Ég geri mér grein fyrir að greinin mín endurspeglar ekki enska deildina eins og hitt íslenska hjálparefnið, en á hinn bóginn finnst mér hún einmitt vera það sem hentar aðstæðum okkar (stór heimur, mikið efni, fáir sem skrifa).

Bjornhb 14:42, 21 mars 2007 (UTC) Fínt framtak hjá þér Björn --Salvör Gissurardóttir 09:45, 26 mars 2007 (UTC)

Aðalsnöfn, aðalstitlar, raðnúmer o.fl.

Ætla að taka þessa umræðu upp hér þar sem við höfum aldrei tekið þennan slag í heild sinni mér vitanlega. Á mörgum af hinum wikipediunum (t.d. þeirri norsku) hefur farið fram umræða um samræmi í greinarheitum þegar um er að ræða keisara, konunga og fólk með aðalstitla.

Á enskunni er þetta samræmt þannig Enskt heiti + rómversk tala + (titill) + of + einkennisland/lönd.

Titill: Mörg önnur tungumál hafa vandræðalaust tekið upp þetta (titill) + af + einkennisland. Gallinn í íslensku er að þetta "af" (of) verður óbærilega asnalegt í mörgum tilvikum. Merkingin er stundum nær "yfir" (eins og "ræður yfir") eða "frá" (eins og "upprunninn frá"). "Af" nær þessu engan veginn. Hins vegar er vart hægt að komast hjá notkun þess í mörgum tilvikum. Í Íslensku er til ágæt hefð fyrir því, þar sem um þekkta titla er að ræða, að slá saman landi og titli: Hlaðajarl, Orkneyjajarl, Danakonungur, Noregskonungur o.s.frv. sem er gott svo langt sem það nær - en það nær heldur ekki sérstaklega langt: Glouchestershirebarón gengur t.d. varla eða hvað? Annað: Mér finnst að titlinum ætti að sleppa þar sem engin hætta er á ruglingi. Það er t.d. aðeins til einn Kristján 3. sem er Danakonungur og því nóg að setja Kristján 3. í greinarheiti. Það eru hins vegar til margir Friðrik 3. og því rétt að fylgja því eftir með "Danakonungur"... Hin leiðin væri að vera alltaf með titilinn á eftir í greinarheitinu líkt og gert er í ensku útgáfunni.

Raðtalan: Upphaflega var ég að streitast við að nota rómversku tölurnar af því ég stóð í þeirri meiningu að þær gætu jafngilt raðtölum í íslensku eins og í mörgum öðrum málum. Mér var vinsamlega bent á að skv. reglum íslenskrar málstöðvar eigi alltaf að rita punkt á eftir raðtölu og stakk ég þá upp á því að nota arabísku tölurnar + punkt í stað þeirra rómversku þar sem þær arabísku eru þrátt fyrir allt þekktari. Þá værum við með sama kerfi og í dönskunni.

Heitið: Það er fyrir því gömul hefð í íslensku að íslenska heiti aðalsfólks eins og konunga/keisara af því að þetta eru ekki venjuleg nöfn heldur ríkisnöfn sem oft eru tekin upp þegar viðkomandi kemst til valda, en ekki við skírn. Hins vegar nær þetta heldur ekki langt, og varla neitt út fyrir Evrópu, þar sem ekki eru til íslensk nöfn sem jafngilda t.d. kínverskum keisaranöfnum. Aftur á móti held ég að rétt sé í þeim tilvikum að skrifa nöfnin samt miðað við íslenskan framburð. Ég átta mig samt á að hér eru kannski ekki allir sammála mér, en mér finnst ekki hægt að leggja að jöfnu skírnarnöfn eins og þau tíðkast í dag og ríkisnöfn konunga og keisara fortíðarinnar og leggja ofuráherslu á upprunalegan rithátt (sem í mörgum tilvikum er ekki einu sinni til). Um þetta var deilt, minnir mig, á norsku útgáfunni og niðurstaðan varð sú að notast við norskar útgáfur þar sem það á við.

Nú væri gaman að fá smáumræðu um þetta hér, þótt ekki væri nema til þess að hafa einhverja viðmiðunarreglu til að styðjast við. --Akigka 01:33, 22 mars 2007 (UTC)

Já, gott hjá þér að vekja athygli á þessu. Mér finnst allt í lagi og í raun fallegra að hafa alltaf titilinn með eins og t.d. Kristján 3. Danakonungur, jafnvel þótt það sé enginn annar Kristján 3. Hvernig titlarnir eiga að vera er svo önnur spurning. Kannski má mótast hefð um hvern titil. Það er eðlilegt að tala um Danakonung og Svíakonung en hins vegar Noregskonung (en ekki Norðmannakonung). Viljum við tala um Englandskonunga og Frakklandskonunga eða konunga Englands og Frakklands? Þýskalandskeisara eða keisara Þýskalands? Mér er það ekkert hjartans mál svo sem. Raðtalan: Mér finnst fallegra að hafa rómversku tölurnar en ætla ekki að berjast fyrir henni. Það er alveg ljóst að hvort svo sem við veljum þá verður alltaf tilvísun frá hinu (t.a.m. annaðhvort frá Kristjáni 3. á Kristján III/Kristján III. eða öfugt). Sjálft nafnið: Hér legg ég til það sama og um titlana, það mega svo sem myndast ólíkar hefðir eftir hvaða lönd er um að ræða. Það er hefð að íslenska nöfn þjóðhöfðingja nágrannaþjóða okkar en ekki þjóðhöfðingja allra þjóða. Hvað viðmiðun við framburð varðar, þá vara ég við því og legg til að við notum frekar hefðbundnar umritunarreglur sem gilda í hverju tilviki fyrir sig (framburðurinn á svo að miðast við nafnmyndina eins og hún er þá). Það verða alltaf undantekningar, það er óhjákvæmilegt. Það sem við verðum að gera er að finna almennar viðmiðunarreglur sem hafa sem fæstar undantekningar og virða um leið almenna notkun í íslensku. --Cessator 03:34, 22 mars 2007 (UTC)

Kolbitar

Hi, my nick is Draco flavus. I am a user of Polish, German and English Wikipedia. Currently I work on an article about J.R.R. Tolkien. I need the meaning of the Iclendic world Kolbitar. It was the name of the group, he belonged to. Does it mean sb., who bites into coal or is this a sort of fire-tongs to put coal into fire or tongs to make the pieces of coal smaller? Or ist this something else. Please contact me on the polish Wikipedia (http://pl.wikipedia.org/wiki/Dyskusja_Wikipedysty:Draco_flavus) Draco flavus

Búinn að svara þessu.--213.190.107.34 21:35, 23 mars 2007 (UTC), sem útleggist --Mói 21:36, 23 mars 2007 (UTC)
Er ekki kolbítur fisktegund? Er ég búinn að vera í útlöndum svo lengi að ég er að missa íslenskuna? --Steinninn 00:32, 7 apríl 2007 (UTC)

Feldskurður

Ég ætllaði bara að athuga hvort það væri kendur feldskurður í Iðnskólanum í Reykjavík eða á landinu yfir höfuð.

  • Samkvæmt námsskrá er feldskurður kenndur á landinu, námið er að hluta til í skóla og að hluta til starfsnám á vinnustað. Best líklega að hringja í Iðnskólann og spyrja þar. --Stalfur 19:48, 26 mars 2007 (UTC)

Tanöken

I´m an admin: from es:, where recently some users started to create articles with no sources who are thought to be hoaxes. One of them was es:Tanöken, about a musical instrument from Iceland, played by some musicians they created. However, google has no results like that. [1]

What´s more, they added links to that article to es:Davíð Oddsson, es:Geir Haarde, es:Akranes, es:Reikiavik, es:Björk, and es:Islandia. I would appreciate if you can give me some information about that instrument. --FAR 19:34, 25 mars 2007 (UTC)

This instrument doesn't exsist; or at least it isn't icelandic. --Jóna Þórunn 21:25, 25 mars 2007 (UTC)
Thank you indeed--FAR 16:35, 26 mars 2007 (UTC)

Userboxes

How to I access the userboxes on the Icelandic Wikipedia? Takk… Max Naylor 18:01, 2 apríl 2007 (UTC)

Wikipedia:Babel & Flokkur:Notendur --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:34, 2 apríl 2007 (UTC)

Myndir

Hver eru aftur viðmiðin sem við höfum um myndir? Var ekki einhvern tímann talað um að allar myndir skyldu fara á commons? Ég spyr vegna þess að nú eru komnar allnokkrar myndir sem eru háðar höfundarrétti og merktar samkvæmt því. Kannski þeir sem eru betur að sér um mynda-mál okkar hér á íslensku Wikipediu taki sig til einhvern tímann og skrifi lítinn kafla um þau í handbókina? --Cessator 22:50, 2 apríl 2007 (UTC)

Síðast þegar kosið var niðurstaðan sú að það mætti nota myndefni verndað höfundarétti.[2] Raunar vannst sú kosning með einu atkvæði, sem var afskaplega kjánalegt raunar þar sem kosningarréttur hafði ekki verið skilgreindur. Bessi kaus til dæmis en hafði þá ekki gert nema tólf breytingar og sömuleiðis hafði Stalfur þá vel innan við fimmtíu breytingar. Þeir hafa sjálfsagt unnið sér inn kosningarrétt núna og engin ástæða til að ætla að þeir hafi skipt um skoðun. Hinsvegar hafa bæst við nýir notendur sem hefðu kannski eitthvað um þetta að segja. Ég er enn algjörlega á móti þessu. Við getum vel lifað án örfárra mynda, sem eru í raun aukaefni hér, og verið samkvæm sjálfum okkur og tryggt að allt efni hér sé undir sambærilegu leyfi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 09:56, 3 apríl 2007 (UTC)
Skrifaði smá drasl hérna: Wikipedia:Höfundaréttur. Gaman ef lögfræðingurinn okkar Bjarki myndi renna yfir þetta ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:46, 3 apríl 2007 (UTC)
Ég er ekki sammála því að þetta séu örfáar myndir. Um er að ræða t.d. nánast allar ljósmyndir, nema þær sem teknar hafa verið fyrir Wikipedia eða á vegum bandaríska ríkisins. Það er hálfkjánalegt t.d. að allar ljósmyndir sem commons á af þjóðarleiðtogum skuli vera af þeim að taka í spaðann á bandaríkjaforseta... Sama gildir t.d. um allar myndir af íslenskum stjórnmálamönnum, en það er bara tímaspursmál hvenær þeim verður eytt af commons. Það væri því, svo ekki sé meira sagt, verulegur missir ef við höfum ekki möguleika til að nota myndefni sem varið er höfundarétti, t.d. þar sem við búum yfir yfirlýstu leyfi höfundar (sbr. ljósmyndir af althingi.is) eða með vísun í rétt til tilvísana. --Akigka 20:29, 7 apríl 2007 (UTC)
Sama gildir um myndir sem komnar eru úr höfundarétti í því landi þar sem þær voru framleiddar, en minna en 70 ár eru liðin frá láti ljósmyndarans, sbr. Snið:PD-Italia og alla umræðuna um það mál. Commons ákvað að slíkar myndir ættu ekki heima á commons og lætur því 70 ára regluna ganga yfir allt. --Akigka 20:32, 7 apríl 2007 (UTC)