Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2011
Útlit
Platon (forngríska: Πλάτων (umritað Plátōn)) (um 427 f.Kr. – 347 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður sögunnar. Hann var nemandi Sókratesar og kennari Aristótelesar, rithöfundur og stofnandi Akademíunnar í Aþenu. Í löndum þar sem töluð er arabíska, tyrkneska, írönsk mál, eða úrdu mál er hann nefndur Eflatun, sem þýðir uppspretta vatns og, í yfirfærðri merkingu, þekkingar.
Platon var sonur aþensku hjónanna Aristons og Periktíone (eða Potone). Fornar heimildir herma að raunverulegt nafn Platons hafi verið Aristókles en hann hafi fengið gælunafnið Platon í glímuskóla Aristons glímukappa frá Argos af því að hann var svo þrekvaxinn. Fræðimenn greinir á um hvort sagan sé sönn.