Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gervihnattamynd af Ítalíu.

Ítalía er land í Suður-Evrópu. Landið er aðallega staðsett á Appenínaskaga sem gengur til suðausturs út í Miðjarðarhafið og minnir í lögun dálítið á fótlegg. Að norðan nær landið allt upp í Alpafjöll. Lönd sem liggja að Ítalíu eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Slóvenía.

Rómarborg er höfuðborgin og stærsta borgin. Hún er ein af söguríkustu og merkustu borgum Evrópu og er stundum kölluð „borgin eilífa“. Gjaldmiðillinn er evra síðan 1999, en var áður líra. Íbúafjöldinn er um 58 milljónir manna og stærð landsins er þreföld miðað við Ísland.

Fyrri mánuðir: HeimskautarefurAmerískur fótboltiHollenska