Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2014

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Machu Picchu, sem Hiram Bingham ranglega kallaði „Hina týndu borg Inkanna“.

Inkaveldið var keisaraveldi indíána í Andesfjöllum, þar sem nú er Perú, og stofnað af Manco Capac. Veldi Inka stóð frá tólftu öld og fram á þá sextándu. Íbúar keisaraveldisins kölluðu land sitt Tawantinsuyu (sem þýðir „land fjórðunganna“), og var það orðið meira en milljón ferkílómetrar að stærð á 15. öld og þá bjuggu þar meira en tíu milljónir íbúa. Veldinu var skipt í fernt; Chinchaysuyu (NV), Antisuyu (NA), Qontisuyu (SV), og Qollasuyu (SA), en í miðjunni var höfuðborgin Cusco, þaðan sem veldinu var stjórnað. Til að tengja saman landið byggðu þeir vegi og brýr, en Inkar áttu afbragðs verkfræðinga. Um vegina fóru hraðboðar sem ferðuðust allt að 250 km á dag með skilaboð. Þannig gat inkinn, sem var æðsti leiðtoginn og jafnframt dýrkaður sem guð, komið mikilvægum boðum sínum til íbúanna og þannig hjálpuðu hraðboðarnir við stjórnun landsins.

Fyrri mánuðir: Jørgen JørgensenFæreyjar Evrópa