Wikipedia:Grein mánaðarins/06, 2008
Útlit
Philadelphia er sjötta stærsta borg Bandaríkjanna og stærsta borg Pennsylvaníu. Frá árinu 1854 hafa borgarmörkin verið þau sömu og sýslumörk Philadelphia-sýslu og frá 1952 hafa borgar- og sýsluyfirvöld spannað yfir sama landsvæðið, en samt sem áður er sýslan enn til sem sérstakt svæði í Pennsylvaníu. Íbúafjöldi borgarinnar 1. júlí 2006 var áætlaður 1.448.394. Í borginni er þriðji stærsti miðbæjarkjarni Bandaríkjanna, á eftir New York og Chicago. Philadelphia er næststærsta borgin á austurströnd Bandaríkjanna á eftir New York.